LeBron spilaði án hárbandsins en Cleveland vann samt | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2015 07:30 LeBron James sýndi kollvikin og flott tilþrif í nótt vísir/getty Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu: NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu:
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira