Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2015 17:23 Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. Deiluaðilar komu saman til fundar klukkan fjögur og luku honum með því að slíta viðræðum rétt fyrir klukkan fimm.Í tilkynningu frá SGS segir að það séu mikil vonbrigði að Samtök atvinnulífsins voru ekki tilbúin til að koma til móts við kröfur um að lægstu laun verði komin upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Því sé sambandið „nauðbeygt til að hefja undirbúning aðgerða og leita heimildar hjá sínum félögum til verkfallsboðunar.“ Samtökin segja að þau átök á vinnumarkaði sem þetta hafi í för með sér sé afleiðing annars vegar skilningsleysis SA á þeim launum sem fólk þarf til að lifa af og hins vegar stjórnvalda sem brugðust algerlega í þeirri tilraun sem gerð var fyrir rúmu ári síðan með hóflegar launahækkanir og aukinn kaupmátt. „Til þess að sú tilraun gengi upp þurftu allir að taka þátt en svo er einfaldlega ekki. Samstaða innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins er fullkomin og viðræðurslit voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum þeirra 16 aðildarfélaga sem SGS fer með samningsumboð fyrir.Uppfært 17:30: Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér tilkynningu vegna málsins: „SGS hafnar stöðugleikanum Starfsgreinasamband Íslands sleit í dag samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga. SGS hafnar nálgun SA um að halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika. Í stað þess er nálgun SGS að krefjast tugprósenta launahækkana sem mun leiða til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. SA hafa á undanförnum vikum lagt fram ítarleg gögn og greiningar á samningafundum með SGS og hjá ríkissáttasemjara sem sýna að sú leið sem Starfsgreinasambandið vill fara er ófær. Verði hún farin mun hún valda samfélaginu miklu tjóni og gera að engu þann mikla árangur sem náðist í kjölfar síðustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. SGS boða verkfallsaðgerðir en tjón sem verkföllin munu valda er alfarið á ábyrgð sambandsins. Samtök atvinnulífsins geta undir engum kringumstæðum fallist á að leggja upp í ferð sem vitað er að muni enda með ósköpum.“ Tengdar fréttir Samningafundur í dag gæti orðið viðburðaríkur Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Mikilvægur samningafundur í dag. 10. mars 2015 12:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. Deiluaðilar komu saman til fundar klukkan fjögur og luku honum með því að slíta viðræðum rétt fyrir klukkan fimm.Í tilkynningu frá SGS segir að það séu mikil vonbrigði að Samtök atvinnulífsins voru ekki tilbúin til að koma til móts við kröfur um að lægstu laun verði komin upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Því sé sambandið „nauðbeygt til að hefja undirbúning aðgerða og leita heimildar hjá sínum félögum til verkfallsboðunar.“ Samtökin segja að þau átök á vinnumarkaði sem þetta hafi í för með sér sé afleiðing annars vegar skilningsleysis SA á þeim launum sem fólk þarf til að lifa af og hins vegar stjórnvalda sem brugðust algerlega í þeirri tilraun sem gerð var fyrir rúmu ári síðan með hóflegar launahækkanir og aukinn kaupmátt. „Til þess að sú tilraun gengi upp þurftu allir að taka þátt en svo er einfaldlega ekki. Samstaða innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins er fullkomin og viðræðurslit voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum þeirra 16 aðildarfélaga sem SGS fer með samningsumboð fyrir.Uppfært 17:30: Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér tilkynningu vegna málsins: „SGS hafnar stöðugleikanum Starfsgreinasamband Íslands sleit í dag samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga. SGS hafnar nálgun SA um að halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika. Í stað þess er nálgun SGS að krefjast tugprósenta launahækkana sem mun leiða til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. SA hafa á undanförnum vikum lagt fram ítarleg gögn og greiningar á samningafundum með SGS og hjá ríkissáttasemjara sem sýna að sú leið sem Starfsgreinasambandið vill fara er ófær. Verði hún farin mun hún valda samfélaginu miklu tjóni og gera að engu þann mikla árangur sem náðist í kjölfar síðustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. SGS boða verkfallsaðgerðir en tjón sem verkföllin munu valda er alfarið á ábyrgð sambandsins. Samtök atvinnulífsins geta undir engum kringumstæðum fallist á að leggja upp í ferð sem vitað er að muni enda með ósköpum.“
Tengdar fréttir Samningafundur í dag gæti orðið viðburðaríkur Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Mikilvægur samningafundur í dag. 10. mars 2015 12:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Samningafundur í dag gæti orðið viðburðaríkur Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins ekki hafa komið til móts við kröfur sambandsins. Mikilvægur samningafundur í dag. 10. mars 2015 12:15