Ríkið greiðir þremur stúlkum 30 milljónir í bætur vegna bólusetningar Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 19:25 Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira
Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira