Innlent

AFL efnir til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun

Atli Ísleifsson skrifar
ALCOA Fjarðaál í Reyðarfirði.
ALCOA Fjarðaál í Reyðarfirði.
AFL Starfsgreinafélag hefur ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar hjá fyrirtækjum sem starfa sem undirverktakar hjá ALCOA Fjarðaáli við framleiðslu, viðhald og þjónustu.

Verkfallsboðunin tekur til starfa verkamanna, iðnaðarmanna og verslunarmanna. Í tilkynningu segir að verkfallið taki til alls um 400 manns sem starfa hjá átta fyrirtækjum. Starfsmenn undirverktaka vinna við framleiðslu, viðhald og ýmis konar þjónustu innan svæðis.

„AFL hefur haft uppi kröfu um lóðarsamning allt frá því að verksmiðjan tók til starfa og hefur gert kröfu á SA um kjarasamning vegna þessara starfa 2011 og 2013.  Að þessu sinni hafa verið haldnir 5 sáttafundir en án árangurs.  Deilunni var vísað til sáttasemjara fyrr í mánuðinum en sl. þriðjudag lýsti AFL viðræðurnar árangurslausar og á miðvikudag sleit félagið viðræðum og boðaði til fundar Trúnaðarráðs AFLs í hádeginu í dag.“

Kjörfundur vegna atkvæðagreiðslunnar verður að Búðareyri 1 og opnar kl. 12:00 á mánudag 30. mars og lýkur kl. 16:00 miðvikudag 1. apríl. Kjörstað verður lokað að loknum kynningarfundum og opna aftur kl. 09:00 þriðjudag og miðvikudag 31. mars og 1. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×