Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2015 17:00 Magnús Ver sakar lögreglu og ríkissaksóknara um að hafa með freklegum og ósvífnum hætti brotið á grundvallarmannréttindum sínum. Vísir/Valli Fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon hefur krafið íslenska ríkið um tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir ólögmæta meingerð. Upphaf málsins má rekja til símtals sem Magnús Ver fékk frá lögreglunni þann 21. ágúst í fyrra. Í því símtali tilkynnti lögreglumaður Magnúsi Ver að lögreglan hefði beitt ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist að honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum Magnúsar.Rannsakaður í þrjú ár Magnús byggir bótakröfu sína á því að hafa verið rannsakaður af lögreglu í nærri þrjú ár en 1. október árið 2014 var lögmanni Magnúsar tilkynnt um að rannsókn málsins, þar sem Magnús hafði réttarstöðu grunaðs manns, væri lokið. Var Magnús grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl að sögn lögmanns hans, Ólafs Karls Eyjólfssonar, en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur og var rannsókn málsins hætt.Beittur þvingunaraðgerðum Á tilgreindum tíma var Magnús beittur þvingunaraðgerðum af hálfu lögreglu um tveggja mánaða skeið, í nóvember og desember 2012, þar sem lögreglu var heimilað að fá upplýsingar um úr og í hvaða símanúmer hringt var úr og í símanúmer Magnúsar svo og önnur símanúmer og símtæki sem hann hafði í eigu sinni eða umráðum.Segist hafa verið rannsakaður án rökstudds gruns Magnús byggir kröfu sína á því að rannsókn lögreglu hafi ekki átt rétt á sér og hafi verið tilefnislaus og án rökstudds gruns. Telur hann sig ekki hafa með nokkru móti valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Segir hann gögn lögreglu staðfesta með engu móti rökstuddan grun, þar sem einungis hafi verið vísað til þess að lögreglu hafi borist upplýsingar en þær með engu staðfestar og var því að hans mati ekki um rökstuddan grun að ræða.10 milljónir sanngjarnar bætur Þá sakar hann lögreglu og ríkissaksóknara um að hafa með freklegum og ósvífnum hætti brotið á grundvallar mannréttindum sínum. Hann segir sig ekkert hafa gert til að kalla yfir sig þetta óréttlæti og telur að krafa um 10 milljónir króna í skaðabætur sé sanngjörn sé litið til þess hversu alvarlegt brotið er og hversu mikilvæg réttindi, friðhelgi einkalífs eru, sem vernduð eru af stjórnarskránni og lögum um mannréttindasáttmála Evrópu. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon hefur krafið íslenska ríkið um tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir ólögmæta meingerð. Upphaf málsins má rekja til símtals sem Magnús Ver fékk frá lögreglunni þann 21. ágúst í fyrra. Í því símtali tilkynnti lögreglumaður Magnúsi Ver að lögreglan hefði beitt ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist að honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum Magnúsar.Rannsakaður í þrjú ár Magnús byggir bótakröfu sína á því að hafa verið rannsakaður af lögreglu í nærri þrjú ár en 1. október árið 2014 var lögmanni Magnúsar tilkynnt um að rannsókn málsins, þar sem Magnús hafði réttarstöðu grunaðs manns, væri lokið. Var Magnús grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl að sögn lögmanns hans, Ólafs Karls Eyjólfssonar, en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur og var rannsókn málsins hætt.Beittur þvingunaraðgerðum Á tilgreindum tíma var Magnús beittur þvingunaraðgerðum af hálfu lögreglu um tveggja mánaða skeið, í nóvember og desember 2012, þar sem lögreglu var heimilað að fá upplýsingar um úr og í hvaða símanúmer hringt var úr og í símanúmer Magnúsar svo og önnur símanúmer og símtæki sem hann hafði í eigu sinni eða umráðum.Segist hafa verið rannsakaður án rökstudds gruns Magnús byggir kröfu sína á því að rannsókn lögreglu hafi ekki átt rétt á sér og hafi verið tilefnislaus og án rökstudds gruns. Telur hann sig ekki hafa með nokkru móti valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Segir hann gögn lögreglu staðfesta með engu móti rökstuddan grun, þar sem einungis hafi verið vísað til þess að lögreglu hafi borist upplýsingar en þær með engu staðfestar og var því að hans mati ekki um rökstuddan grun að ræða.10 milljónir sanngjarnar bætur Þá sakar hann lögreglu og ríkissaksóknara um að hafa með freklegum og ósvífnum hætti brotið á grundvallar mannréttindum sínum. Hann segir sig ekkert hafa gert til að kalla yfir sig þetta óréttlæti og telur að krafa um 10 milljónir króna í skaðabætur sé sanngjörn sé litið til þess hversu alvarlegt brotið er og hversu mikilvæg réttindi, friðhelgi einkalífs eru, sem vernduð eru af stjórnarskránni og lögum um mannréttindasáttmála Evrópu.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira