Sársaukafull aðgerð en óumflýjanleg Svavar Hávarðsson skrifar 27. mars 2015 07:00 Vísir í Grindavík á rætur að rekja til ársins 1930. Fréttablaðið/Pjetur „Ákvörðunin reyndi mjög á fyrirtækið og á alla sem henni tengdust. Ég trúi því að vel hafi tekist til þótt hún hafi verið umdeild og sársaukafull,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, en í dag er rétt ár síðan forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu um miklar breytingar í uppbyggingu og rekstri. Eins og alþjóð veit var kynnt sú ákvörðun að færa alla vinnslu Vísis til heimabæjarins Grindavíkur, og finna aðra starfsemi á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi. Þessi ákvörðun var tekin í neyð, enda ljóst að hún hefði áhrif á fjölmarga starfsmenn fyrirtækisins og samfélögin þrjú í heild, segir Pétur, sem ræddi þessa kúvendingu á morgunfundi í húsi Íslenska sjávarklasans í gær fyrir tilstilli Stjórnvísi – félags um framsækna stjórnun. Þar fór hann yfir hvað stóð að baki ákvörðuninni og hvað hún hefur þýtt fyrir fólkið og hag fyrirtækisins.Umdeild ákvörðun Það er óhætt að segja að ákvörðun Péturs og hans fólks hafi verið ein sú umdeildasta í atvinnumálum landsbyggðarinnar um langt skeið. Með réttu eða röngu var fullyrt að verið væri að skáka fólki á milli landshluta í hrárri gróðahyggju og að samfélagsleg ábyrgð væri að engu höfð. „Áhersla okkar var lögð á atvinnu fólks og nýja starfsemi í bæjarfélögunum þremur. Hugsunin var: Annað hvort sama vinna á nýjum stað eða ný vinna á sama stað,“ sagði Pétur og telur að þetta grundvallarmarkmið hafi, eða sé við það að nást. Á Djúpavogi séu allir sem urðu eftir í vinnu og gott betur. Á Þingeyri ákváðu 20 starfsmenn að vera eftir, og verða allir komnir í vinnu í lok apríl. „Vonbrigðin eru kannski staðan á Húsavík, því þar eru mestu tækifærin. Þar eru tíu af þeim 23 sem ákváðu að koma ekki til Grindavíkur, eða gátu það ekki, sem eru án vinnu í dag. Því eru tíu af þeim 180 til 200 manns sem voru hjá okkur ekki með örugga vinnu nú ári eftir að breytingarnar voru tilkynntar,“ sagði Pétur en 45 fluttu frá Djúpavogi til Grindavíkur, tíu frá Þingeyri og tuttugu frá Húsavík. „Við trúum því enn að Húsavík rétti úr sér eftir þessar breytingar. En við vorum aldrei með næga vinnu á þessum þremur stöðum. Ákvæði í kjarasamningum gaf okkur kost á að í langvarandi hráefnisskorti gátum við með mánaðar fyrirvara tilkynnt verkstöðvun sem stæði í tiltekinn tíma. Við vorum alltaf með tugi manna í 30 til 40 vikur á ári á launum hjá atvinnuleysistryggingasjóði því hráefnið hrökk ekki til,“ segir Pétur. Pétur lýsir því að það sé ekkert einfalt að aðlaga lítið byggðarlag að breytingum sem þessum, bæði hvað varðar húsnæði, skóla og annað. „En við vissum með nokkuð mikilli nákvæmni hvaða fólk gat fært sig um set og hvaða fólk var bundið átthagafjötrum. Það hefur gengið eftir og í framhaldinu hefur þetta tekist vonum framar.“„Hagræðingin“ Þótt aðeins ár sé liðið þá segir Pétur ljóst að kostnaður fyrirtækisins; laun, húsnæði, flutningar og annað, nemur nokkur hundruð milljónum á ári. Með nýtingu nýjustu tækni í Grindavík hafa tekjur aukist að hluta til um 40 til 50 krónur á hvert hráefniskíló. Ný tækni – tæknibylting – er hér lykilorðið sem mun einkenna íslenskan sjávarútveg næstu árin. „Við þurftum að grípa til svona róttækra aðgerða ef við ætluðum að vera þátttakendur í þessari þróun sem er óumflýjanleg, og hlutirnir eru að gerast hratt,“ útskýrði Pétur og bætti við að þróun Vísis sem fyrirtækis væri aðeins lítill hluti af mun stærri mynd. „Skellurinn árið 2013, og það sem liggur að baki honum, kom þegar verð á okkar afurðum féll um 20%. Í hruninu sjálfu hætti fiskur að seljast, og þannig var í næstum heilt ár. Við tókum okkar fallega línufisk, skárum hann í sneiðar og sendum til Nígeríu til að mæta sölutregðunni fyrsta árið. Afkoman hrundi og þá vissum við að fyrirtækið var í hættu, settumst niður því við vissum að sem ábyrgir stjórnendur urðum við að grípa í taumana og fara í breytingar. Niðurstaðan er kunn,“ sagði Pétur. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Ákvörðunin reyndi mjög á fyrirtækið og á alla sem henni tengdust. Ég trúi því að vel hafi tekist til þótt hún hafi verið umdeild og sársaukafull,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, en í dag er rétt ár síðan forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu um miklar breytingar í uppbyggingu og rekstri. Eins og alþjóð veit var kynnt sú ákvörðun að færa alla vinnslu Vísis til heimabæjarins Grindavíkur, og finna aðra starfsemi á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi. Þessi ákvörðun var tekin í neyð, enda ljóst að hún hefði áhrif á fjölmarga starfsmenn fyrirtækisins og samfélögin þrjú í heild, segir Pétur, sem ræddi þessa kúvendingu á morgunfundi í húsi Íslenska sjávarklasans í gær fyrir tilstilli Stjórnvísi – félags um framsækna stjórnun. Þar fór hann yfir hvað stóð að baki ákvörðuninni og hvað hún hefur þýtt fyrir fólkið og hag fyrirtækisins.Umdeild ákvörðun Það er óhætt að segja að ákvörðun Péturs og hans fólks hafi verið ein sú umdeildasta í atvinnumálum landsbyggðarinnar um langt skeið. Með réttu eða röngu var fullyrt að verið væri að skáka fólki á milli landshluta í hrárri gróðahyggju og að samfélagsleg ábyrgð væri að engu höfð. „Áhersla okkar var lögð á atvinnu fólks og nýja starfsemi í bæjarfélögunum þremur. Hugsunin var: Annað hvort sama vinna á nýjum stað eða ný vinna á sama stað,“ sagði Pétur og telur að þetta grundvallarmarkmið hafi, eða sé við það að nást. Á Djúpavogi séu allir sem urðu eftir í vinnu og gott betur. Á Þingeyri ákváðu 20 starfsmenn að vera eftir, og verða allir komnir í vinnu í lok apríl. „Vonbrigðin eru kannski staðan á Húsavík, því þar eru mestu tækifærin. Þar eru tíu af þeim 23 sem ákváðu að koma ekki til Grindavíkur, eða gátu það ekki, sem eru án vinnu í dag. Því eru tíu af þeim 180 til 200 manns sem voru hjá okkur ekki með örugga vinnu nú ári eftir að breytingarnar voru tilkynntar,“ sagði Pétur en 45 fluttu frá Djúpavogi til Grindavíkur, tíu frá Þingeyri og tuttugu frá Húsavík. „Við trúum því enn að Húsavík rétti úr sér eftir þessar breytingar. En við vorum aldrei með næga vinnu á þessum þremur stöðum. Ákvæði í kjarasamningum gaf okkur kost á að í langvarandi hráefnisskorti gátum við með mánaðar fyrirvara tilkynnt verkstöðvun sem stæði í tiltekinn tíma. Við vorum alltaf með tugi manna í 30 til 40 vikur á ári á launum hjá atvinnuleysistryggingasjóði því hráefnið hrökk ekki til,“ segir Pétur. Pétur lýsir því að það sé ekkert einfalt að aðlaga lítið byggðarlag að breytingum sem þessum, bæði hvað varðar húsnæði, skóla og annað. „En við vissum með nokkuð mikilli nákvæmni hvaða fólk gat fært sig um set og hvaða fólk var bundið átthagafjötrum. Það hefur gengið eftir og í framhaldinu hefur þetta tekist vonum framar.“„Hagræðingin“ Þótt aðeins ár sé liðið þá segir Pétur ljóst að kostnaður fyrirtækisins; laun, húsnæði, flutningar og annað, nemur nokkur hundruð milljónum á ári. Með nýtingu nýjustu tækni í Grindavík hafa tekjur aukist að hluta til um 40 til 50 krónur á hvert hráefniskíló. Ný tækni – tæknibylting – er hér lykilorðið sem mun einkenna íslenskan sjávarútveg næstu árin. „Við þurftum að grípa til svona róttækra aðgerða ef við ætluðum að vera þátttakendur í þessari þróun sem er óumflýjanleg, og hlutirnir eru að gerast hratt,“ útskýrði Pétur og bætti við að þróun Vísis sem fyrirtækis væri aðeins lítill hluti af mun stærri mynd. „Skellurinn árið 2013, og það sem liggur að baki honum, kom þegar verð á okkar afurðum féll um 20%. Í hruninu sjálfu hætti fiskur að seljast, og þannig var í næstum heilt ár. Við tókum okkar fallega línufisk, skárum hann í sneiðar og sendum til Nígeríu til að mæta sölutregðunni fyrsta árið. Afkoman hrundi og þá vissum við að fyrirtækið var í hættu, settumst niður því við vissum að sem ábyrgir stjórnendur urðum við að grípa í taumana og fara í breytingar. Niðurstaðan er kunn,“ sagði Pétur.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira