Aron Einar og Kristbjörg eignuðust strák í morgun en sá fyrrnefndi var ekki viðstaddur fæðinguna þar sem hann er staddur í Kasakstan vegna landsleik Íslands þar á laugardaginn.
Sjá einnig: „Að verða pabbi“ á skóm landsliðsfyrirliðans
Kristbjörg segir frá því að líðan sín á meðgöngunni hafi verið mjög góð en að hún hafi reynt allt til að koma fæðingunni af stað en að öðrum kosti vonist hún til þess að hún fari ekki af stað fyrr en á mánudag, er Aron Einar snýr aftur heim.
Foreldrunum nýbökuðu varð þó ekki að ósk sinni þar sem að ungi maðurinn kom í heiminn í morgun, líkt og áður hefur verið greint frá.