Rútufár á Laugavegi Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2015 13:13 Tíðar rútuferðir niður Laugaveg, þar sem rúturnar taka sér sitt pláss og sinn tíma, gerir mörgum manninum gramt í geði. Kaupmenn við Laugaveginn hafa fengið nóg vegna ónæðis og umferðartafa sem ferðamannarútur skapa. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi telur líklegt að borgaryfirvöld grípi í taumana áður en langt um liður. Vísir hefur áður fjallað um þetta vandamál í miðborginni. Ófremdarástand ríkir nú daglega á Laugavegi, rútur fara þar ótt og títt um til að taka upp ferðamenn eða skila af sér á hótel og gististaði sem þar er að finna. Vísir hefur rætt við nokkra kaupmenn sem eru með rekstur í miðborginni, og þeir hafa fengið algerlega nóg. Rútubílsstjórar stöðva farartæki sín, án þess að hika, á miðri götunni og stoppa þannig umferð niður Laugaveginn. Og ef undan þessu er kvartað senda bílstjórarnir mönnum bara tóninn og segja að þeir megi þetta.Hörður er ekki ánægður með fyrirferðarmikla rútuumferðina niður Laugaveginn, reyndar er kraumandi óánægja með ástand mála meðal kaupmanna þar.Flautukeppni og umferðarteppaEinn þeirra kaupmanna sem er með þetta fyrir augunum nánast daglega er Hörður Ágústsson sem rekur Macland sem við Laugaveginn miðjan, við horn Klappastígs og Hörður segir þetta algengt einmitt þar, þessi rútustaða. Þar er frárein sem rútubílsstjórar nota. „Þetta er allan daginn. Mjög óþægilegt fyrir okkur sem þarna erum með rekstur. Rúturnar stoppa þarna og teppa Laugaveginn, með 30 til 50 ferðamenn, jafnvel í tíu mínútur. Ég hef séð það gerast. Svo kemur upp þessi klassíska flautukeppni. Bíllinn fyrir aftan flautar, rútubílstjórinn flautar og svo heldur það bara áfram,“ segir Hörður uppgefinn á ástandinu. Eins og gefur að skilja fylgir þessu bæði loftmengun og hávaðamengun. „Af þessu er verulegt ónæði. Við höfum verið að reyna að láta í okkur heyra með þetta. En okkur finnst ekki nógu mikið á okkur hlustað. Þetta er komið inní íbúðahverfin, og þetta truflar miðborgina í heild,“ segir Hörður. Hann vill ekki nefna neitt eitt rútufyrirtæki öðrum fremur, segir þetta stór fyrirtæki. „Það er ekki aðalatriði. Af hverju er verið að troða þessu inn á Laugaveginn og hliðargöturnar þar sem greinilega er ekki pláss fyrir þetta?“Rútur dóla sér niður LaugaveginnHörður segist gjarnan vilja sjá borgaryfirvöld taka harðar á þessu, eins og staðan er í dag eru nokkur stæði skilgreind sem rútubílastæði og honum finnst sem þau stæði eigi að nota.Hjálmar borgarfulltrúi kannast vel við vandann og segir líklegt að rútuumferð verði bönnuð alfarið á þessum slóðum.Ástandið er með öðrum orðum óþolandi; mengun, hávaðamengun og umferðarteppa. Hörður vildi gjarnan sjá borgaryfirvöld grípa í taumana, og þá kemur til kasta Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa. Hjálmar þekkir vandamálið. „Já, mér var boðið í svona ferð af mjög svo ágætum bílsstjóra ekki alls fyrir löngu. Þetta er fínt fólk sem starfar við þetta en mér fannst þetta satt best að segja mjög undarlegt fyrirkomulag. Þarna er verið að taka upp einn og einn farþega niður allan Laugaveginn og í þessu tilviki lá ferðin eingöngu niður á Lækjartorg og í einhverjum tilvikum var ekki verið að keyra farþegana meira en 3 til 4 hundruð metra, í ágætu veðri.“ Hjálmar telur þessa þjónustu, það er að keyra á rútum alveg að gististað eða hóteli, svona inn í miðbænum, hæpin. „Og ég held að menn verði að endurhugsa þetta eitthvað. Því það er mjög þröngt víða, til dæmis á Laugaveginum, annað hvort verða bílarnir að keyra uppá gangstéttirnar og trufla þá gangandi vegfarendur eða stoppa á götum og trufla þá umferðina.“Kaupmenn og þeir sem fara um Laugaveginn eru sammála um að það sem einkenni lífið þar séu ... rútur.Næsta skerf verður að banna alveg rútuumferð um þröngar göturKaupmenn við Laugaveginn hafa fengið alveg nóg og kalla eftir aðgerðum borgaryfirvalda, segja af þessu verulegt ónæði. Hvað geta borgaryfirvöld gert í þessu? „Borgaryfirvöld hafa þegar tekið ákveðin skref. Það var til dæmis fyrir tveimur árum, ef ég man rétt, sem lagt var bann við því að keyra stórar rútur, eins og hafði verið mögulegt, eftir flestum götunum í miðborginni. Nú er það bara ákveðnar götur, mjög fáar, sem bera tiltölulega mikla umferð eða stóra bíla. Það er búið að taka eitt skref í þessu, útiloka þessar stóru rútur, að þær séu að keyra þessar þröngu götur. Nú er hugsanlega komið að skrefi númer tvö. Að það þurfi eitthvað að takmarka þessa umferð líka,“ segir Hjálmar Sveinsson.Hvað finnst verslunarfólki á Lvegi um að rúturnar parkera á stéttinni fyrir framan. Betra en bílaumferð? #betriborg pic.twitter.com/8CLGdvKLQQ— Bílastæði 101 (@101parking) March 17, 2015 Afrein eða rútustæði? #betriborg pic.twitter.com/1deflFuezs— Bílastæði 101 (@101parking) March 25, 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Kaupmenn við Laugaveginn hafa fengið nóg vegna ónæðis og umferðartafa sem ferðamannarútur skapa. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi telur líklegt að borgaryfirvöld grípi í taumana áður en langt um liður. Vísir hefur áður fjallað um þetta vandamál í miðborginni. Ófremdarástand ríkir nú daglega á Laugavegi, rútur fara þar ótt og títt um til að taka upp ferðamenn eða skila af sér á hótel og gististaði sem þar er að finna. Vísir hefur rætt við nokkra kaupmenn sem eru með rekstur í miðborginni, og þeir hafa fengið algerlega nóg. Rútubílsstjórar stöðva farartæki sín, án þess að hika, á miðri götunni og stoppa þannig umferð niður Laugaveginn. Og ef undan þessu er kvartað senda bílstjórarnir mönnum bara tóninn og segja að þeir megi þetta.Hörður er ekki ánægður með fyrirferðarmikla rútuumferðina niður Laugaveginn, reyndar er kraumandi óánægja með ástand mála meðal kaupmanna þar.Flautukeppni og umferðarteppaEinn þeirra kaupmanna sem er með þetta fyrir augunum nánast daglega er Hörður Ágústsson sem rekur Macland sem við Laugaveginn miðjan, við horn Klappastígs og Hörður segir þetta algengt einmitt þar, þessi rútustaða. Þar er frárein sem rútubílsstjórar nota. „Þetta er allan daginn. Mjög óþægilegt fyrir okkur sem þarna erum með rekstur. Rúturnar stoppa þarna og teppa Laugaveginn, með 30 til 50 ferðamenn, jafnvel í tíu mínútur. Ég hef séð það gerast. Svo kemur upp þessi klassíska flautukeppni. Bíllinn fyrir aftan flautar, rútubílstjórinn flautar og svo heldur það bara áfram,“ segir Hörður uppgefinn á ástandinu. Eins og gefur að skilja fylgir þessu bæði loftmengun og hávaðamengun. „Af þessu er verulegt ónæði. Við höfum verið að reyna að láta í okkur heyra með þetta. En okkur finnst ekki nógu mikið á okkur hlustað. Þetta er komið inní íbúðahverfin, og þetta truflar miðborgina í heild,“ segir Hörður. Hann vill ekki nefna neitt eitt rútufyrirtæki öðrum fremur, segir þetta stór fyrirtæki. „Það er ekki aðalatriði. Af hverju er verið að troða þessu inn á Laugaveginn og hliðargöturnar þar sem greinilega er ekki pláss fyrir þetta?“Rútur dóla sér niður LaugaveginnHörður segist gjarnan vilja sjá borgaryfirvöld taka harðar á þessu, eins og staðan er í dag eru nokkur stæði skilgreind sem rútubílastæði og honum finnst sem þau stæði eigi að nota.Hjálmar borgarfulltrúi kannast vel við vandann og segir líklegt að rútuumferð verði bönnuð alfarið á þessum slóðum.Ástandið er með öðrum orðum óþolandi; mengun, hávaðamengun og umferðarteppa. Hörður vildi gjarnan sjá borgaryfirvöld grípa í taumana, og þá kemur til kasta Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa. Hjálmar þekkir vandamálið. „Já, mér var boðið í svona ferð af mjög svo ágætum bílsstjóra ekki alls fyrir löngu. Þetta er fínt fólk sem starfar við þetta en mér fannst þetta satt best að segja mjög undarlegt fyrirkomulag. Þarna er verið að taka upp einn og einn farþega niður allan Laugaveginn og í þessu tilviki lá ferðin eingöngu niður á Lækjartorg og í einhverjum tilvikum var ekki verið að keyra farþegana meira en 3 til 4 hundruð metra, í ágætu veðri.“ Hjálmar telur þessa þjónustu, það er að keyra á rútum alveg að gististað eða hóteli, svona inn í miðbænum, hæpin. „Og ég held að menn verði að endurhugsa þetta eitthvað. Því það er mjög þröngt víða, til dæmis á Laugaveginum, annað hvort verða bílarnir að keyra uppá gangstéttirnar og trufla þá gangandi vegfarendur eða stoppa á götum og trufla þá umferðina.“Kaupmenn og þeir sem fara um Laugaveginn eru sammála um að það sem einkenni lífið þar séu ... rútur.Næsta skerf verður að banna alveg rútuumferð um þröngar göturKaupmenn við Laugaveginn hafa fengið alveg nóg og kalla eftir aðgerðum borgaryfirvalda, segja af þessu verulegt ónæði. Hvað geta borgaryfirvöld gert í þessu? „Borgaryfirvöld hafa þegar tekið ákveðin skref. Það var til dæmis fyrir tveimur árum, ef ég man rétt, sem lagt var bann við því að keyra stórar rútur, eins og hafði verið mögulegt, eftir flestum götunum í miðborginni. Nú er það bara ákveðnar götur, mjög fáar, sem bera tiltölulega mikla umferð eða stóra bíla. Það er búið að taka eitt skref í þessu, útiloka þessar stóru rútur, að þær séu að keyra þessar þröngu götur. Nú er hugsanlega komið að skrefi númer tvö. Að það þurfi eitthvað að takmarka þessa umferð líka,“ segir Hjálmar Sveinsson.Hvað finnst verslunarfólki á Lvegi um að rúturnar parkera á stéttinni fyrir framan. Betra en bílaumferð? #betriborg pic.twitter.com/8CLGdvKLQQ— Bílastæði 101 (@101parking) March 17, 2015 Afrein eða rútustæði? #betriborg pic.twitter.com/1deflFuezs— Bílastæði 101 (@101parking) March 25, 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira