Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2015 11:30 Mynd/Dalkurd.se Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn sænska C-deildarliðið Dalkurd FF eru í áfalli eftir að hafa breytt ferðaáætlunum sínum skömmu fyrir flug Germanwings frá Barcelona til Düsseldorf í gær. Umrædd flugvél fórst í frönsku Ölpunum í gær eins og ítarlega hefur verið fjallað um. 140 manns voru um borð í vélinni og fórust allir. „Við áttum upphaflega að vera í þessu flugi. Við innrituðum okkur með öllum þessum farþegum. Það er súrrealískt,“ sagði Adil Kizil, einn forráðamanna félagsins, í samtali við Aftonbladet. „Þegar við komum á flugvöllinn í Barcelona voru fjögur flug [Germanwings] á leið frá Barcelona á sama tíma - öll á leið norður yfir Alpana.“ Ákveðið var að breyta ferðatilhögun hópsins þar sem biðtíminn í Düsseldorf þótti of langur. Var honum skipt á hinar þrjár vélarnar og komust allir heilir á höldnu heim til Svíþjóðar. „Fjögur flug og við vorum með leikmenn í þremur þeirra. Við skulum bara segja að við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Kizil og bætti við að leikmennirnir væru allir í sjokki og að hugur þeirra væri hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið. „Allt þetta fólk sem var í fluginu sem fórst var í innrituninni og þar sem við vorum öll að fara með sama flugfélaginu fórum við öll að sömu hliðunum,“ bætti hann við. Dalkurd er frá Borlänge í Svíþjóð og var stofnað árið 2004 af kúrdískum innflytjendum.Vi sänder våra djupaste kondoleanser till alla de drabbade av dagens hemska tragedi i Frankrike. Må ni vila i frid. #4U9525— Dalkurd FF (@DalkurdFF) March 24, 2015 Fótbolti Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Sjá meira
Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn sænska C-deildarliðið Dalkurd FF eru í áfalli eftir að hafa breytt ferðaáætlunum sínum skömmu fyrir flug Germanwings frá Barcelona til Düsseldorf í gær. Umrædd flugvél fórst í frönsku Ölpunum í gær eins og ítarlega hefur verið fjallað um. 140 manns voru um borð í vélinni og fórust allir. „Við áttum upphaflega að vera í þessu flugi. Við innrituðum okkur með öllum þessum farþegum. Það er súrrealískt,“ sagði Adil Kizil, einn forráðamanna félagsins, í samtali við Aftonbladet. „Þegar við komum á flugvöllinn í Barcelona voru fjögur flug [Germanwings] á leið frá Barcelona á sama tíma - öll á leið norður yfir Alpana.“ Ákveðið var að breyta ferðatilhögun hópsins þar sem biðtíminn í Düsseldorf þótti of langur. Var honum skipt á hinar þrjár vélarnar og komust allir heilir á höldnu heim til Svíþjóðar. „Fjögur flug og við vorum með leikmenn í þremur þeirra. Við skulum bara segja að við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Kizil og bætti við að leikmennirnir væru allir í sjokki og að hugur þeirra væri hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið. „Allt þetta fólk sem var í fluginu sem fórst var í innrituninni og þar sem við vorum öll að fara með sama flugfélaginu fórum við öll að sömu hliðunum,“ bætti hann við. Dalkurd er frá Borlänge í Svíþjóð og var stofnað árið 2004 af kúrdískum innflytjendum.Vi sänder våra djupaste kondoleanser till alla de drabbade av dagens hemska tragedi i Frankrike. Må ni vila i frid. #4U9525— Dalkurd FF (@DalkurdFF) March 24, 2015
Fótbolti Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Sjá meira