Stjórnarandstaðan ósátt við frestun ESB umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2015 19:00 Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst. Alþingi ESB-málið Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira