Nusra hefur barið niður minni uppreisnarhópa og neitt minnihlutahópa til þess að taka upp Íslam. Á vef AP fréttaveitunnar segir að Nusra Front hafi áhrif á aðra uppreisnarhópa sem vesturveldin stefni jafnvel á að reyna að þjálfa og vopnbúa.
„Nusra front mun líklega endast lengur í Sýrlandi en ISIS og þeir munu vera mikil ógn gegn Sýrlendingum og vonum þeirra um lýðræðislegt samfélag,“ segir Fawaz A. Gerges, framkvæmdastjóri Mið-Austurlanda miðstöðvar London School of Economics.

Undanfarna mánuði hafa NF sigrað tvo aðra uppreisnarhópa sem höfðu fengið vopn frá Bandaríkjunum og lentu stór hluti vopnanna þá í höndum NF.
Þar að auki hafa vígamenn á vegum NF hagað sér grimmilega gagnvart íbúum á yfirráðasvæði þeirra undanfarna mánuði. AP segir frá því í janúar hafi kona verið skotin til bana á götu úti. Þá hafa þeir refsað fólki með því að veita þeim svipuhögg eða jafnvel með því að krossfesta fólk.
NF kynnar hins vegar ekki ódæði sín eins og ISIS. Vegna þessara ásakana hafa þeir þó gefið út tilkynningu og segja að þeir refsi eingöngu þeim sem sannað hafi verið að hafi framið glæpi gegn múslímum og vígamönnum. Þeir segja tilgang sinn vera að koma í veg fyrir óréttlæti og að berjast gegn þeim sem heiðri og trú múslíma.