Matt Every varði titilinn á Bay Hill eftir magnaðan lokahring 23. mars 2015 19:00 Every var í banastuði í gær. Getty Matt Every er ekki talinn einn af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar en það er eitthvað við að spila á hinum sögufræga Bay Hill velli sem dregur fram það besta í honum. Every lék frábært golf á lokahringnum í gær og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Það dugði honum til þess að verja titilinn á Arnold Palmer Invitational, einu sterkasta móti á PGA-mótaröðinni á árinu. Hann lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn, endaði í öðru sæti á 18 höggum undir pari. Stenson nagar sig eflaust í handbökin en tvö þrípútt á lokaholunum í gær kostuðu hann mikið. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, var meðal þátttakenda um helgina en nokkur klaufamistök urðu til þess að hann var ekki í baráttu efstu manna á lokahringnum í gær. Hann endaði jafn í 11. sæti á 11 höggum undir pari en þetta er síðasta mótið sem hann tekur þátt í áður en Masters mótið fer fram snemma í apríl. Fyrir sigurinn fékk Matt Every rúmlega 140 milljónir króna og þátttökurétt á stærstu mótum ársins en næsta mót á PGA-mótaröðinni er Valero Texas Open og hefst það á fimmtudaginn. Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Matt Every er ekki talinn einn af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar en það er eitthvað við að spila á hinum sögufræga Bay Hill velli sem dregur fram það besta í honum. Every lék frábært golf á lokahringnum í gær og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Það dugði honum til þess að verja titilinn á Arnold Palmer Invitational, einu sterkasta móti á PGA-mótaröðinni á árinu. Hann lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn, endaði í öðru sæti á 18 höggum undir pari. Stenson nagar sig eflaust í handbökin en tvö þrípútt á lokaholunum í gær kostuðu hann mikið. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, var meðal þátttakenda um helgina en nokkur klaufamistök urðu til þess að hann var ekki í baráttu efstu manna á lokahringnum í gær. Hann endaði jafn í 11. sæti á 11 höggum undir pari en þetta er síðasta mótið sem hann tekur þátt í áður en Masters mótið fer fram snemma í apríl. Fyrir sigurinn fékk Matt Every rúmlega 140 milljónir króna og þátttökurétt á stærstu mótum ársins en næsta mót á PGA-mótaröðinni er Valero Texas Open og hefst það á fimmtudaginn.
Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira