Þær stöllur Sigga Beinteins, Regína Ósk og Stefanía Svavars stigu á stokk og voru með skemmtiatriði í Ísland Got Talent þætti kvöldsins. Þær sungu þar lag eftir Önnu Mae Bullock eða Tinu Turner eins og hún er oftast kölluð.
Atriðið sló vægast sagt í gegn. Í maí verða þær með Tinu Turner heiðurstónleika þar sem hægt er að heyra fleiri lög með drottningunni. Auk þeirra munu Erna Hrönn og Bryndís Ásmundsdóttir koma til með að fylla skarð Tinu.
Skemmtiatriðið var til heiðurs Tinu Turner
Tengdar fréttir

BMX Bros voru öruggir áfram í Ísland got Talent
Báru sigur úr bítum í símakosningu kvöldsins.

Ísland got Talent: Örlög Öglu Bríetar í höndum Þorgerðar Katrínar
Dómararnir skáru úr hvort Agla Bríet eða Tindatríóið kæmist áfram í úrslitin.