Sport

Einar og María unnu svigið á Skíðamóti Íslands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Kristinn varð einnig Íslandsmeistari í stórsvigi í gær.
Einar Kristinn varð einnig Íslandsmeistari í stórsvigi í gær. mynd/skí
Einar Kristinn Kristgeirsson, Skíðafélagi Akureyrar, tryggði sér í dag sigur í svigi á Skíðamóti Íslands. Einar hefur verið í miklu stuði á mótinu en hann varði Íslandsmeistaratitil sinn í stórsvigi í gær.

Magnús Finnsson hafnaði í öðru sæti af Íslendingunum og Arnar Heir Ísaksson í því þriðja. Þeir eru liðsfélagar Einars hjá Skíðafélagi Akureyrar.

Einar fór fyrri ferðina á 54,19 sekúndum en þá síðari á 52,43. Hann fór ferðirnar báðar á samtals 1:46,62 sekúndum.

Norðmennirnir Henrik Haukland og Evjan Haakon voru með 2. og 3. besta tímann á eftir Einari.

Í kvennaflokki hafði María Guðmundsdóttir mikla yfirburði en hún fór fyrri ferðina á 53,51 sekúndum og þá seinni á 56,48. Samanlagður tími Maríu var 1:49,99 sekúndur.

Helga María Vilhjálmsdóttir var í 2. sæti en samanlagður tími hennar var 1:55,77 sekúndur. Erla Ásgeirsdóttir úr Breiðabliki hreppti 3. sætið.

María var með langbesta tímann í kvennaflokki.mynd/skí

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×