Innlent

Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu.

Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá Jörðinni.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann

Hann stóð yfir í um tvo klukkutíma í morgun og hófst hann klukkan 8:38 og náði hámarki klukkan 9:37.

Sjá einnig: Mikill fjöldi flugvéla á ferð til að fylgjast með sólmyrkvanum

Tæknimenn 365 hafa nú hraðað myndskeiðinu og því má sjá sólmyrkvann í heild sinni á tíu mínútum.


Tengdar fréttir

Hitastigið féll lítillega í myrkvanum

Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann.

Heilluðust af sólmyrkvanum

Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum.

Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu

Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri.

Bretar aldrei séð neitt þessu líkt, eða þannig

Á vefsíðunni Quandly hafa verið teknar saman myndir sem eiga að sýna sólmyrkvann sem blasti við Bretum í morgunsárið. "Algjörlega stórkostlegt,“ stendur við eina myndina þar sem ekkert er að sjá nema skýjahulu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×