Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2015 20:59 Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. Það var í desember síðastliðinn sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum um kísilver þýska félagsins PCC. Nú hafa bæði Landsnet og Landsvirkjun gert nýja samninga sem eiga að höggva á hnútinn. „Við erum ánægð með þetta skref og það má segja að þetta sé að ganga hraðar en við bjuggumst við eftir að úrskurður ESA kom í desember,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. -Þýðir þetta að það er búið að höggva á hnútinn gagnvart ESA? „Já, við vonum það. Við höfum átt ágætt samstarf við þá frá því í desember og mikil upplýsingagjöf átt sér stað og viðræður milli okkar og ESA. Og við vonum að það sé komið í höfn núna,“ segir Hörður. Á Húsavík sagði bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, nú síðdegis að menn brostu af gleði vegna þessara frétta enda benti nú flest til þess að ný tímaáætlun PCC um að hefja framkvæmdir á Bakka í sumar muni standast.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Forstjóri Landsvirkjunar segir að nú taki við allt að átta vikna frestur sem ESA hefur til að gefa endanlegt svar. Mikilvægt sé að hafa í huga að samningurinn sé ekki orðinn bindandi fyrr en eftir þann tíma. Þá þurfi PCC í kjölfarið að ljúka ákveðnum þáttum varðandi fjármögnun. „En þetta er stórt skref í að klára þetta verkefni,“ segir Hörður Arnarson. Tengdar fréttir Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. Það var í desember síðastliðinn sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum um kísilver þýska félagsins PCC. Nú hafa bæði Landsnet og Landsvirkjun gert nýja samninga sem eiga að höggva á hnútinn. „Við erum ánægð með þetta skref og það má segja að þetta sé að ganga hraðar en við bjuggumst við eftir að úrskurður ESA kom í desember,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. -Þýðir þetta að það er búið að höggva á hnútinn gagnvart ESA? „Já, við vonum það. Við höfum átt ágætt samstarf við þá frá því í desember og mikil upplýsingagjöf átt sér stað og viðræður milli okkar og ESA. Og við vonum að það sé komið í höfn núna,“ segir Hörður. Á Húsavík sagði bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, nú síðdegis að menn brostu af gleði vegna þessara frétta enda benti nú flest til þess að ný tímaáætlun PCC um að hefja framkvæmdir á Bakka í sumar muni standast.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Forstjóri Landsvirkjunar segir að nú taki við allt að átta vikna frestur sem ESA hefur til að gefa endanlegt svar. Mikilvægt sé að hafa í huga að samningurinn sé ekki orðinn bindandi fyrr en eftir þann tíma. Þá þurfi PCC í kjölfarið að ljúka ákveðnum þáttum varðandi fjármögnun. „En þetta er stórt skref í að klára þetta verkefni,“ segir Hörður Arnarson.
Tengdar fréttir Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38
Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18
Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16