Tíst Musk hafa áhrif á gengi bréfa í Tesla Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. mars 2015 21:38 Gengi bréfa í Tesla Motors hækkuðu um þrjú prósent eftir að Musk tísti um nýja vöru. Fjárfestar virðast fylgjast grannt með Twitter-reikningi Elon Musk, forstjóra rafbílaframleiðandans Tesla. Í það minnsta virðist gengi bréfa í Tesla Motors taka kipp í hvert sinn sem hann tístir einhverju áhugaverðu. Quartz greinir frá þessu. Í dag boðaði Musk óvænt nýja vörulínu frá Tesla sem er ekki nýr bíll. Flestir telja að fyrirtækið komi með stærri rafhlöður á markað sem nota má til að sjá heilu heimili fyrir orku. Tesla hefur ekki viljað gefa neitt uppi um þessa nýju vörulínu þrátt fyrir yfirlýsingar forstjórans.Major new Tesla product line -- not a car -- will be unveiled at our Hawthorne Design Studio on Thurs 8pm, April 30— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2015 Markaðurinn tók hins vegar við sér og hækkuðu bréf í Tesla um 3 prósentustig í dag, eftir tístið frá Musk. Það er þó ekki eina skiptið sem þetta hefur gerst. Aðeins nokkrir dagar eru síðan að Musk neitaði á Twitter-síðunni sinni að nota tístin til að hafa áhrif á hlutabréfaverð. „Tímabundin hækkun á $TSLA hlutabréfum gerir augljóslega ekkert fyrir Tesla eða mig,“ tísti hann og fullyrti að hvorki hann né fyrirtækið væri að selja bréf.Neither I nor the company are selling shares. Even if we were, I wouldn't do this. It would be wrong. Our long term results are what matter.— Elon Musk (@elonmusk) March 16, 2015 Það þýðir þó ekki að tístin hafi ekki áhrif. 16. mars, þegar áðurnefnt tíst var sett í loftið, hækkuðu hlutabréf í Tesla um 3,7 prósent. 29. janúar tísti Musk um að hugbúnaðaruppfærsla fyrir Model S P85D bílinn gæti gert hann hraðskreiðari. Í kjölfarið hækkuðu bréf um 2,9 prósent. Það eru þó ekki öll tístin sem skila sér í hækkandi hlutabréfaverði. 8. mars neitaði hann seinkunum á opnun Gigafactory rafhlöðuverksmiðjunnar í tísti en í kjölfarið féll hlutabréf í Tesla um 1,5 prósent. Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fjárfestar virðast fylgjast grannt með Twitter-reikningi Elon Musk, forstjóra rafbílaframleiðandans Tesla. Í það minnsta virðist gengi bréfa í Tesla Motors taka kipp í hvert sinn sem hann tístir einhverju áhugaverðu. Quartz greinir frá þessu. Í dag boðaði Musk óvænt nýja vörulínu frá Tesla sem er ekki nýr bíll. Flestir telja að fyrirtækið komi með stærri rafhlöður á markað sem nota má til að sjá heilu heimili fyrir orku. Tesla hefur ekki viljað gefa neitt uppi um þessa nýju vörulínu þrátt fyrir yfirlýsingar forstjórans.Major new Tesla product line -- not a car -- will be unveiled at our Hawthorne Design Studio on Thurs 8pm, April 30— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2015 Markaðurinn tók hins vegar við sér og hækkuðu bréf í Tesla um 3 prósentustig í dag, eftir tístið frá Musk. Það er þó ekki eina skiptið sem þetta hefur gerst. Aðeins nokkrir dagar eru síðan að Musk neitaði á Twitter-síðunni sinni að nota tístin til að hafa áhrif á hlutabréfaverð. „Tímabundin hækkun á $TSLA hlutabréfum gerir augljóslega ekkert fyrir Tesla eða mig,“ tísti hann og fullyrti að hvorki hann né fyrirtækið væri að selja bréf.Neither I nor the company are selling shares. Even if we were, I wouldn't do this. It would be wrong. Our long term results are what matter.— Elon Musk (@elonmusk) March 16, 2015 Það þýðir þó ekki að tístin hafi ekki áhrif. 16. mars, þegar áðurnefnt tíst var sett í loftið, hækkuðu hlutabréf í Tesla um 3,7 prósent. 29. janúar tísti Musk um að hugbúnaðaruppfærsla fyrir Model S P85D bílinn gæti gert hann hraðskreiðari. Í kjölfarið hækkuðu bréf um 2,9 prósent. Það eru þó ekki öll tístin sem skila sér í hækkandi hlutabréfaverði. 8. mars neitaði hann seinkunum á opnun Gigafactory rafhlöðuverksmiðjunnar í tísti en í kjölfarið féll hlutabréf í Tesla um 1,5 prósent.
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira