Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2015 21:08 Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti. Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti.
Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira