Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 23-27 | Fram í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Anton Ingi Leifsson skrifar 30. mars 2015 14:29 Jón Þorbjörn Jóhannsson fer inn af línunni í kvöld. vísir/valli Fram hélt sæti sínu í Olís-deildinni þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Haukum í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla, 23-27. Haukar voru 13-10 yfir í hálfleik og náðu mest sjö marka forystu í síðari hálfleik. Stjarnan tapaði gegn Val á heimavelli og er því fallið niður um deild. Haukar eru núna í fimmta sæti eftir sigurinn þegar ein umferð er eftir af Olís-deildinni, en Fram lendir í áttunda. Fari þetta svona eru Haukar að fara spila móti grönnum sínum í FH í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins, en Framarar mæta Val. Það var ekki mikið skorað í upphafi leiks og voru til að mynda bara kominn fjögur mörk eftir sjö mínútur. Haukar voru ávallt skrefi á undan og leiddu meðal annars 5-3 þegar eftir tíu mínútur. Framarar nýttu illa þegar þeir voru manni fleiri, en Haukarnir voru í þrígang reknir útaf í fyrri hálfleik. Rauðklædda Hafnarfjarðarliðið gerði vel þegar þeir voru einum færri. Gestirnir breyttu stöðunni úr 5-6 í 5-9. Þeir spiluðu betri vörn en Framarar, en heimamenn reyndu að spila framliggjandi vörn sem gekk oft á tíðum ágætlega. Þó var misskilningur tíður, en þá fengu Haukarnir afar auðveld mörk. Þeir héldu forystunni út hálfleikinn, en Framarar náðu mest að minnka muninn í tvö mörk undir lokin. Staðan var þó 13-10, Haukum í vil í hálfleik.Vilhjálmur Geir Hauksson og Ólafur Jóhann Magnússon ræðast við í kvöld.vísir/valliÍ síðari hálfleik skoruðu gestirnir fyrstu tvö mörkin og byrjuðu hálfleikinn af miklum krafti. Þeir voru ávallt skrefi á undan, sem fyrr og þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru Haukarnir komnir sex mörkum yfir, 12-18. Þá var Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, og hann tók leikhlé. Áfram héldu gestirnir uppteknum hætti og rúlluðu nokkuð auðveldum sigri í höfn. Framarar náðu lítið sem ekkert að ógna eftir leikhlé Guðlaugar, en þeir náðu mest að minnka muninn í þrjú mörk. Nær komust þeir ekki og lokatölur 27-23, Haukum í vil. Elías Már Halldórsson lék á alls oddi í liði Hauka. Hann skoraði sjö mörk og skoraði mikilvæg mörk. Annars var þetta liðsheildarsigur hjá Haukunum, en Jón Þorbjörn og Þröstur Þráinsson spiluðu einnig vel. Giedrius Morkunas fór á kostum í markinu. Hjá Fram var lítið að frétta í síðari hálfleiknum þá sérstaklega. Sigurður Örn Þorsteinsson skaut fullt af púðarskotum, en honum til varnar var hann oft neyddur í skot þegar hendur dómaranna voru komnar á loft. Ólafur Ægir Ólafsson spilaði mana best hjá Fram. Hann skoraði sjö mörk, en Kristófer Fannar varði ágætlega í markinu eða um 35%. FH vann Akureyri svo Haukar eru í fimmta sæti deildarinnar. Staðan eftir leiki kvöldsins er því þannig að Haukar eru því í fimmta sætinu eftir leiki dagsins, stigi á undan Akureyri. Haukar mæta HK í síðustu umferðinni, en Akureyri fær ÍR í heimsókn. Fram er tryggt í úrslitakeppnina eftir að ljóst var að Stjarnan tapaði sínum leik. Fram mun ekki komast ofar en áttunda sæti og mætir því deildarmeisturum Vals í úrslitakeppninni.Þröstur Þráinsson skorar mark.vísir/valliElías Már: Ekki óskamótherji en væri rosalega gaman „Mér fannst við vera að spila nokkuð vel í dag. Það kom smá kafli undir lok síðari hálfleiks þar sem við misstum flugið,” sagði Elías Már Halldórsson, markahæsti leikmaður Hauka í kvöld, við Vísi í leikslok. „Það er mjög kærkomið fyrir okkur að spila svona 55 mínútur af þokkalegum leik eftir tvo mjög dapra leiki þar á undan. Það er gott fyrir framhaldið.” Elías segir að það hafi ekki verið erfitt að rífa sig upp eftir erfitt tap gegn Akureyri á laugardag, en Haukar voru í kvöld að spila sinn annan leik á þremur dögum. „Nei, það var það ekki. Við erum búnir að vera mjög fúlir út í okkar sjálfa og við þurftum nauðsynlega að fá sjálfstraustið í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er gott að vinna hérna því við höfum oft lent í miklum vandræðum hér.” „Ég held að það hafi verið hausinn á mönnum. Við töluðum saman og ákváðum að hver og einn myndi aðeins reyna að taka til hjá sér og mæta á fullu í þetta. Það hafi skilað sér, því getan í liðinu er alveg til staðar.” Haukarnir eru í mikilli baráttu. Þeir lenda annað hvort í fimmta eða sjötta sæti, en það skýrist á fimmtudaginn þegar lokaumferðin fer fram. Miklar líkur eru á því að FH og Haukar mætist í 8-liða úrslitunum, en eru grannarnir í FH óskamótherjarnir? „Það er kannski ekki óskamótherji, en það væri rosalega gaman. Við tökum það sem kemur. Við ætlum að vinna HK á fimmtudaginn, svo sjáum við til hvar við lendum. Við tökum öllu með bros á vör,” sagði þessi flinki leikmaður að lokum.Garðar B. Sigurjónsson fer inn af línunni.vísir/valliGuðlaugur: Ánægður með að úrslitin féllu með okkur „Það eru blendnar tilfinningar að því leyti til að ég er ofboðslega svekktur að hafa tapað leiknum, en við áttum ekkert skilið út úr honum. Þeir voru betri en við í dag, en ég er ánægður með að úrslitin féllu með okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, við Vísi í leikslok þegar ljóst var að Fram væri á leið í úrslitakeppnina. „Við erum að ströggla í vörn og sókn allan leikinn. Kristófer datt ekki í gang því varnarleikurinn var gloppóttur. Mér fannst við vera í veseni. Ég er þó ánægður með karakterinn.” „Við hættum aldrei. Við vorum að reyna og reyna, en þetta var ekki að ganga upp. Við vorum að spila við sterka 6/0 vörn og hann var að verja vel í markinu. Hann var að verja vel í markinu, en við fórum líka illa með yfirtölu. Þetta var leikur sem féll ekki með okkur.” „Mér fannst eins og í fyrri hálfleik að það vantaði herslumun að við næðum að jafna metin. Við erum alltaf að minnka niður í tvö, en ef við hefðum farið nær þar þá hefðum við farið með meiri trú inn í síðari hálflekinn.” „Svo fáum við bara þetta í bakið. Við lendum fljótt fimm til sex mörkum undir í síðari hálfleik og þá var þetta erfitt. Lykilatriði var þó að við hættum aldrei.” Stjarnan tapaði fyrir Val í kvöld og er því Fram öruggt inn í úrslitakeppnina. Þeir mæta þar deildarmeisturum Vals, en það er ljóst fyrir lokaumferðina þar sem Valur né Fram geta ekki haft sætaskipti við nein önnur lið í deildinni. „Við klárum deildina á fimmtudaginn og svo tekur næsta verkefni við. Mér líst vel á Valsmenn,” sagði Guðlaugur yfirvegaður í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Fram hélt sæti sínu í Olís-deildinni þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Haukum í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla, 23-27. Haukar voru 13-10 yfir í hálfleik og náðu mest sjö marka forystu í síðari hálfleik. Stjarnan tapaði gegn Val á heimavelli og er því fallið niður um deild. Haukar eru núna í fimmta sæti eftir sigurinn þegar ein umferð er eftir af Olís-deildinni, en Fram lendir í áttunda. Fari þetta svona eru Haukar að fara spila móti grönnum sínum í FH í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins, en Framarar mæta Val. Það var ekki mikið skorað í upphafi leiks og voru til að mynda bara kominn fjögur mörk eftir sjö mínútur. Haukar voru ávallt skrefi á undan og leiddu meðal annars 5-3 þegar eftir tíu mínútur. Framarar nýttu illa þegar þeir voru manni fleiri, en Haukarnir voru í þrígang reknir útaf í fyrri hálfleik. Rauðklædda Hafnarfjarðarliðið gerði vel þegar þeir voru einum færri. Gestirnir breyttu stöðunni úr 5-6 í 5-9. Þeir spiluðu betri vörn en Framarar, en heimamenn reyndu að spila framliggjandi vörn sem gekk oft á tíðum ágætlega. Þó var misskilningur tíður, en þá fengu Haukarnir afar auðveld mörk. Þeir héldu forystunni út hálfleikinn, en Framarar náðu mest að minnka muninn í tvö mörk undir lokin. Staðan var þó 13-10, Haukum í vil í hálfleik.Vilhjálmur Geir Hauksson og Ólafur Jóhann Magnússon ræðast við í kvöld.vísir/valliÍ síðari hálfleik skoruðu gestirnir fyrstu tvö mörkin og byrjuðu hálfleikinn af miklum krafti. Þeir voru ávallt skrefi á undan, sem fyrr og þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru Haukarnir komnir sex mörkum yfir, 12-18. Þá var Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, og hann tók leikhlé. Áfram héldu gestirnir uppteknum hætti og rúlluðu nokkuð auðveldum sigri í höfn. Framarar náðu lítið sem ekkert að ógna eftir leikhlé Guðlaugar, en þeir náðu mest að minnka muninn í þrjú mörk. Nær komust þeir ekki og lokatölur 27-23, Haukum í vil. Elías Már Halldórsson lék á alls oddi í liði Hauka. Hann skoraði sjö mörk og skoraði mikilvæg mörk. Annars var þetta liðsheildarsigur hjá Haukunum, en Jón Þorbjörn og Þröstur Þráinsson spiluðu einnig vel. Giedrius Morkunas fór á kostum í markinu. Hjá Fram var lítið að frétta í síðari hálfleiknum þá sérstaklega. Sigurður Örn Þorsteinsson skaut fullt af púðarskotum, en honum til varnar var hann oft neyddur í skot þegar hendur dómaranna voru komnar á loft. Ólafur Ægir Ólafsson spilaði mana best hjá Fram. Hann skoraði sjö mörk, en Kristófer Fannar varði ágætlega í markinu eða um 35%. FH vann Akureyri svo Haukar eru í fimmta sæti deildarinnar. Staðan eftir leiki kvöldsins er því þannig að Haukar eru því í fimmta sætinu eftir leiki dagsins, stigi á undan Akureyri. Haukar mæta HK í síðustu umferðinni, en Akureyri fær ÍR í heimsókn. Fram er tryggt í úrslitakeppnina eftir að ljóst var að Stjarnan tapaði sínum leik. Fram mun ekki komast ofar en áttunda sæti og mætir því deildarmeisturum Vals í úrslitakeppninni.Þröstur Þráinsson skorar mark.vísir/valliElías Már: Ekki óskamótherji en væri rosalega gaman „Mér fannst við vera að spila nokkuð vel í dag. Það kom smá kafli undir lok síðari hálfleiks þar sem við misstum flugið,” sagði Elías Már Halldórsson, markahæsti leikmaður Hauka í kvöld, við Vísi í leikslok. „Það er mjög kærkomið fyrir okkur að spila svona 55 mínútur af þokkalegum leik eftir tvo mjög dapra leiki þar á undan. Það er gott fyrir framhaldið.” Elías segir að það hafi ekki verið erfitt að rífa sig upp eftir erfitt tap gegn Akureyri á laugardag, en Haukar voru í kvöld að spila sinn annan leik á þremur dögum. „Nei, það var það ekki. Við erum búnir að vera mjög fúlir út í okkar sjálfa og við þurftum nauðsynlega að fá sjálfstraustið í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er gott að vinna hérna því við höfum oft lent í miklum vandræðum hér.” „Ég held að það hafi verið hausinn á mönnum. Við töluðum saman og ákváðum að hver og einn myndi aðeins reyna að taka til hjá sér og mæta á fullu í þetta. Það hafi skilað sér, því getan í liðinu er alveg til staðar.” Haukarnir eru í mikilli baráttu. Þeir lenda annað hvort í fimmta eða sjötta sæti, en það skýrist á fimmtudaginn þegar lokaumferðin fer fram. Miklar líkur eru á því að FH og Haukar mætist í 8-liða úrslitunum, en eru grannarnir í FH óskamótherjarnir? „Það er kannski ekki óskamótherji, en það væri rosalega gaman. Við tökum það sem kemur. Við ætlum að vinna HK á fimmtudaginn, svo sjáum við til hvar við lendum. Við tökum öllu með bros á vör,” sagði þessi flinki leikmaður að lokum.Garðar B. Sigurjónsson fer inn af línunni.vísir/valliGuðlaugur: Ánægður með að úrslitin féllu með okkur „Það eru blendnar tilfinningar að því leyti til að ég er ofboðslega svekktur að hafa tapað leiknum, en við áttum ekkert skilið út úr honum. Þeir voru betri en við í dag, en ég er ánægður með að úrslitin féllu með okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, við Vísi í leikslok þegar ljóst var að Fram væri á leið í úrslitakeppnina. „Við erum að ströggla í vörn og sókn allan leikinn. Kristófer datt ekki í gang því varnarleikurinn var gloppóttur. Mér fannst við vera í veseni. Ég er þó ánægður með karakterinn.” „Við hættum aldrei. Við vorum að reyna og reyna, en þetta var ekki að ganga upp. Við vorum að spila við sterka 6/0 vörn og hann var að verja vel í markinu. Hann var að verja vel í markinu, en við fórum líka illa með yfirtölu. Þetta var leikur sem féll ekki með okkur.” „Mér fannst eins og í fyrri hálfleik að það vantaði herslumun að við næðum að jafna metin. Við erum alltaf að minnka niður í tvö, en ef við hefðum farið nær þar þá hefðum við farið með meiri trú inn í síðari hálflekinn.” „Svo fáum við bara þetta í bakið. Við lendum fljótt fimm til sex mörkum undir í síðari hálfleik og þá var þetta erfitt. Lykilatriði var þó að við hættum aldrei.” Stjarnan tapaði fyrir Val í kvöld og er því Fram öruggt inn í úrslitakeppnina. Þeir mæta þar deildarmeisturum Vals, en það er ljóst fyrir lokaumferðina þar sem Valur né Fram geta ekki haft sætaskipti við nein önnur lið í deildinni. „Við klárum deildina á fimmtudaginn og svo tekur næsta verkefni við. Mér líst vel á Valsmenn,” sagði Guðlaugur yfirvegaður í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira