Umfjöllun: ÍBV - HK 37-38 | Fjórði sigur HK á tímabilinu Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 30. mars 2015 21:00 Leó Snær Pétursson skoraði 16 mörk vísir/valli Fallnir HK-ingar unnu í kvöld eins marks sigur á Íslandsmeisturum Eyjamanna, 38-37. HK-ingar voru betri stærstan hluta leiksins og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Leó Snær Pétursson var frábær í kvöld en hann skoraði sextán mörk. Tvo sterkustu varnarmenn Eyjamanna vantaði í dag líkt og síðustu leikjum, en þeir Sindri Haraldsson og Magnús Stefánsson eru frá vegna meiðsla. Það hefur truflað liðið gríðarlega í undanförnum leikjum og gerði það svo sannarlega í dag. HK-ingar byrjuðu leikinn mun betur, þá sér í lagi Þorgrímur Smári Ólafsson sem átti bestu tíu mínútur ferilsins í byrjun leiks. Hann hafði skorað sjö mörk af fyrstu tíu mörkum HK-inga, sem leiddu leikinn með tíu mörkum gegn átta. Í upphafi var leikurinn gríðarlega hraður og staðan orðin 11-11 eftir sextán mínútna leik. Bæði lið voru með sama leikplanið, að keyra hratt í bakið á hinu liðinu. Ófá mörkin voru skoruð eftir snögga miðju þar sem liðin voru ekki jafnfljót að hlaupa í vörnina. Liðin skiptust á að hafa forystuna undir lok fyrri hálfleiksins en það var Leó Snær, sem sá til þess að hans menn voru yfir í hálfleik. Þar skoraði hann úr einu af sínum átta vítaköstum í leiknum og staðan því 18-19 í hálfleik. HK-ingar virtust eiga svör við vörn ÍBV sem hefur reynst flestum liðum erfið. Þessi vörn er einmitt ástæða þess að Eyjamenn eru Íslands- og bikarmeistarar. HK-ingum tókst þó að opna svæðið fyrir aðra hvora skyttuna margoft og fundu því glufur á vörninni. Í upphafi síðari hálfleiks var það sama uppi á teningnum, bæði lið keyrðu hratt upp völlinn. HK-ingar leiddu stóran hluta síðari hálfleiks og héldu félagarnir Þorgrímur og Leó Snær áfram að skora mörkin. Eyjamenn komust tveimur mörkum yfir í stöðunni 29-27 þegar korter var eftir af leiknum. Þá héldu flestir að heimamenn myndu ganga á lagið og ganga frá HK-ingum. Allt kom fyrir ekki og HK-ingar enn vel inni í leiknum. Aftur komust Eyjamenn tveimur mörkum yfir en HK-ingar ætluðu alls ekki að gefast upp. Að lokum tryggði Guðni Már Kristinsson stigin tvö í lokasókn leiksins, hann fékk þá færi þröngt úr hægra horninu og skilaði boltanum í netið. HK-ingar voru vel að sigrinum komnir en geta þakkað sínum markaskorurum fyrir sigurinn. Þeir Leó Snær og Þorgrímur fengu greinilega skotleyfi fyrir leikinn en þeir tóku átján skot hvor. Leó skilaði sextán þeirra í netið og Þorgrímur tíu. Tapið gerir það að verkum að Eyjamenn geta tekið fram úr Akureyringum, sigri ÍBV FH í lokaleiknum. Þá þarf Akureyri einnig að tapa gegn ÍR-ingum. HK-ingar eru á botninum og verða þar að loknu móti. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Fallnir HK-ingar unnu í kvöld eins marks sigur á Íslandsmeisturum Eyjamanna, 38-37. HK-ingar voru betri stærstan hluta leiksins og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Leó Snær Pétursson var frábær í kvöld en hann skoraði sextán mörk. Tvo sterkustu varnarmenn Eyjamanna vantaði í dag líkt og síðustu leikjum, en þeir Sindri Haraldsson og Magnús Stefánsson eru frá vegna meiðsla. Það hefur truflað liðið gríðarlega í undanförnum leikjum og gerði það svo sannarlega í dag. HK-ingar byrjuðu leikinn mun betur, þá sér í lagi Þorgrímur Smári Ólafsson sem átti bestu tíu mínútur ferilsins í byrjun leiks. Hann hafði skorað sjö mörk af fyrstu tíu mörkum HK-inga, sem leiddu leikinn með tíu mörkum gegn átta. Í upphafi var leikurinn gríðarlega hraður og staðan orðin 11-11 eftir sextán mínútna leik. Bæði lið voru með sama leikplanið, að keyra hratt í bakið á hinu liðinu. Ófá mörkin voru skoruð eftir snögga miðju þar sem liðin voru ekki jafnfljót að hlaupa í vörnina. Liðin skiptust á að hafa forystuna undir lok fyrri hálfleiksins en það var Leó Snær, sem sá til þess að hans menn voru yfir í hálfleik. Þar skoraði hann úr einu af sínum átta vítaköstum í leiknum og staðan því 18-19 í hálfleik. HK-ingar virtust eiga svör við vörn ÍBV sem hefur reynst flestum liðum erfið. Þessi vörn er einmitt ástæða þess að Eyjamenn eru Íslands- og bikarmeistarar. HK-ingum tókst þó að opna svæðið fyrir aðra hvora skyttuna margoft og fundu því glufur á vörninni. Í upphafi síðari hálfleiks var það sama uppi á teningnum, bæði lið keyrðu hratt upp völlinn. HK-ingar leiddu stóran hluta síðari hálfleiks og héldu félagarnir Þorgrímur og Leó Snær áfram að skora mörkin. Eyjamenn komust tveimur mörkum yfir í stöðunni 29-27 þegar korter var eftir af leiknum. Þá héldu flestir að heimamenn myndu ganga á lagið og ganga frá HK-ingum. Allt kom fyrir ekki og HK-ingar enn vel inni í leiknum. Aftur komust Eyjamenn tveimur mörkum yfir en HK-ingar ætluðu alls ekki að gefast upp. Að lokum tryggði Guðni Már Kristinsson stigin tvö í lokasókn leiksins, hann fékk þá færi þröngt úr hægra horninu og skilaði boltanum í netið. HK-ingar voru vel að sigrinum komnir en geta þakkað sínum markaskorurum fyrir sigurinn. Þeir Leó Snær og Þorgrímur fengu greinilega skotleyfi fyrir leikinn en þeir tóku átján skot hvor. Leó skilaði sextán þeirra í netið og Þorgrímur tíu. Tapið gerir það að verkum að Eyjamenn geta tekið fram úr Akureyringum, sigri ÍBV FH í lokaleiknum. Þá þarf Akureyri einnig að tapa gegn ÍR-ingum. HK-ingar eru á botninum og verða þar að loknu móti.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira