Körfubolti

Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínu liði eins stigs sigur með þriggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum.

KR fékk tækifæri til að komast aftur yfir en það gekk ekki og karfa Bonneau reyndist sigurkarfa leiksins.

„Alla stráka dreymir um að taka svona skot. Sigurskotið á lokasekúndunum. Þetta er það sem við æfum allir sem smástrákar,“ sagði sigurreifur Bonneau við Vísi eftir leikinn í kvöld.

Skúli Sigurðsson á Karfan.is náði lokaskotinu á myndband sem má sjá hér að neðan.





„Þetta var bara sjálfstraust. Ég trúi því að ég geti sett svona skot niður. Sem betur fer gekk það því þurftum að vinna þennan leik.“

Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvað hafi klikkað í síðari hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik hjá Njarðvík.

„Við vissum að þeir myndu koma með áhlaup og við gáfum eftir í varnarleiknum.. En sem betur fer náðum við að hanga í þeim og vinna sigurinn.“

Ætla að gefa KR alvöru rimmu

„Þetta er allt önnur sería fyrir vikið. Við vildum alls ekki fara til þeirra og þurfa að vinna þar til að halda lífi í þessu. Þetta var risastór sigur.“

Hann segir að það hafi verið gott að geta kvittað fyrir fyrsta leikinn, sem KR vann örugglega.

„Þeir létu okkur finna fyrir því. En við börðumst fyrir okkar hlut í kvöld. Við ætlum að gefa þeim alvöru rimmu og hafa þetta erfitt fyrir þá. Við vitum að við höfum getuna til þess.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×