„Höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. apríl 2015 00:01 Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent