Viðskipti innlent

Sala á S6 hefst í fyrramálið

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá verslun NOVA í Kringlunni.
Frá verslun NOVA í Kringlunni. Mynd/NOVA
NOVA mun hefja sölu á Galaxy S6 símum Samsung klukkan níu í fyrramálið í verslun fyrirtækisins í Lágmúla. Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri NOVA, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga meðal Íslendinga og gert er ráð fyrir að margir muni festa kaup á nýjum síma.

„Það hefur verið mikil eftirvænting erlendis og sömuleiðis hér eftir þessum nýja ofursnjallsíma frá Samsung, enda tækið fengið mjög góða dóma,“ segir Guðmundur í tilkynningu. „Nova hefur verið með bæði tækin til sýnis í verslunum frá 18. mars og hafa töluvert margir lagt leið sína til okkar til að skoða þá. Hönnunin er mjög byltingarkennd fyrir Samsung, símarnir eru úr málmi og gleri og tæknilega öflugri að öllu leyti.”

Samsung S6 Edge er svo væntanlegur í verslanir NOVA í kringum 20.apríl.

NOVA hefur breytt verslun sinni í Kringlunni í sérstaka Samsung S6 verslun, þar sem nýju símarnir tveir hafa verið til sýnis frá 18. mars.

„Við munum auk þess gefa þar Samsung S6 vikulega næstu vikur svo við hvetjum sem flesta til að koma og freista gæfunnar. Við gerum ráð fyrir að margir eigi eftir að leggja leið sína í allar verslanir okkar á morgun til að skoða og næla sér í eintak. Við hvetjum einnig alla áhugasama til að fylgjast með Nova Snapchat á morgun (Novaisland) sem verður tileinkað Samsung S6.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×