Viðskipti innlent

Lands­bankinn rekur lestina og lækkar vexti

Árni Sæberg skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar

Landsbankinn hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og þá hafa allir stóru viðskiptabankarnir brugðist við lækkuninni.

Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að ný vaxtatafla taki gildi miðvikudaginn 9. október næstkomandi. Helstu breytingar séu eftirfarandi:

Útlánsvextir

  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,50%.
  • Kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka um 0,25 prósentustig.
  • Yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig.

Innlánsvextir

  • Vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um 0,10-0,25 prósentustig.
  • Vextir á óverðtryggðum sparireikningum lækka um 0,10-0,25 prósentustig.
  • Vextir á reikningum í erlendri mynt taka breytingum í samræmi við breytingar á stýrivöxtum og markaðsvöxtum í viðkomandi mynt.

Þá segir að auk stýrivaxtalækkunarinnar taki breytingarnar einnig mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.

Breytingar á vöxtum útlána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verði viðskiptavinum í netbanka.

Breytingar á vöxtum greiðslureikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taki gildi að tveimur mánuðum liðnum í samræmi við skilmála sem gilda um þá reikninga.


Tengdar fréttir

Arion fyrstur til að tilkynna lækkun

Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Óverðtryggðir vextir íbúðalána lækka um allt að 0,6 prósentustig en verðtryggðir vextir standa í stað.

Ís­lands­banki bregst sömu­leiðis við stýri­vaxta­lækkuninni

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti á lánum þar sem brugðist er við vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær þar sem stýrivextir voru lækkaðir úr 9,25 prósentum í 9,0 prósent. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka nú um 0,25 prósentustig, úr 11,0 prósentum í 10,75 prósent.

Indó lækkar líka vexti

Sparisjóðurinn Indó hefur ákveðið að lækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki vexti sína þegar Seðlabankinnn gerir það, alveg eins og það er eðlilegt að hækka vexti þegar stýrivextir hækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×