Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Ástæðan er fellibylurinn Milton í Mexíkóflóa sem nálgast nú óðfluga Flórídaskagann og er reiknað með að komi til með að valda miklu tjóni á vesturströnd skagans.
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við mbl í gærkvöldi að flugi til og frá Orlando hafi einnig verið aflýst á fimmtudag. Þá var flugi frá Orlando til Íslands í gærkvöldi sömuleiðis flýtt.
Hann segir að flugfélagið haldi viðskiptavinum sem eiga bókað flug upplýstum með smáskilaboðum.