Viðskipti innlent

Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli

Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Fyrir dómi sagði einn starfsmaður hjá Húsasmiðjunni að símtöl sem hann átti við starfsmann Byko hefðu ekki haft neina þýðingu fyrir sig.
Fyrir dómi sagði einn starfsmaður hjá Húsasmiðjunni að símtöl sem hann átti við starfsmann Byko hefðu ekki haft neina þýðingu fyrir sig. Vísir
Framkvæmdastjóri fagsölusviðs hjá Byko var sá eini af tólf starfsmönnum byggingavöruverslanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins sem dæmdur var í máli sérstaks saksóknara á hendur þeim fyrir verðsamráð. Hinn dæmdi fékk eins mánaðar skilorðsbundinn dóm til tveggja ára. Hinir ellefu voru sýknaðir. Dómur var kveðinn upp í gær.

Mennirnir tólf voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Áttu meint brot að hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem átti að vera til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja.

Fyrir dómi sagði einn starfsmaður hjá Húsasmiðjunni að símtöl sem hann átti við starfsmann Byko hefðu ekki haft neina þýðingu fyrir sig. Hann gekkst við því að þeir hefðu skipts á verðum en þessi símtöl hefðu ekki haft neina þýðingu fyrir sig því verðin lágu fyrir á heimasíðu Byko og sótti hann þau iðulega þangað. Koma það fram í máli nokkra sem báru vitni í málinu að þessi upplýsingagjöf væri á pari við ef viðskiptavinur myndi hringja í verslanirnar og biðja um verð á vörum. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×