Íslandsmeistararnir byrjuðu úrslitakeppnina á sannfærandi sigri | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2015 20:57 Kristen Denise McCarthy skoraði 40 stig í kvöld. Vísir/Stefán Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík eftir 22 stiga heimasigur, 66-44, í fyrsta leik sínum í titilvörninni í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfellsliðið var undir eftir fyrsta leikhlutann en sigur liðsins var öruggur eftir góðan seinni hálfleik sem Hólmarar unnu með sautján stiga mun. Kristen Denise McCarthy, besti leikmaður seinni hlutans, átti frábæran leik en hún var með 40 stig og 19 fráköst í kvöld. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 11 stig og 8 fráköst. Kristina King var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10 stig og tók 12 fráköst. Grindavíkurliðið komst lítið áleiðis gegn Snæfellsvörninni en það hjálpaði ekki mikið að aðeins 1 af 20 þriggja stiga skotum liðsins rataði rétta leið. Snæfell skoraði sjö fyrstu stig leiksins þar af var Gunnhildur Gunnarsdóttir með fimm þeirra. Grindavíkurkonur voru þó búnar að jafna metin í 9-9 og leiddu síðan með tveimur stigum, 13-11, eftir fyrsta leikhlutann. Pálína Gunnlaugsdóttir (5) og Petrúnella Skúladóttir (4) voru með níu stig saman í leikhlutanum. Snæfellsliðið tók aftur frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 15-8 sem skilaði fimm stiga forskoti í hálfleik, 26-21. Kristen Denise McCarthy var komin með 15 stig í hálfleik en fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir átti enn eftir að skora. Snæfell vann þriðja leikhlutann 16-13 og stakk síðan af í lokaleikhlutanum sem liðið vann með fjórtán stiga mun, 24-10. Sigurinn var því aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Snæfell er þar með komið í 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin. Næsti leikur er í Grindavík á laugardaginn kemur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Snæfell-Grindavík 66-44 (11-13, 15-8, 16-13, 24-10)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/19 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2/10 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík: Kristina King 18/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/12 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 1.Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira