Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Einar Steingrímsson skrifar 8. apríl 2015 14:47 Ágætu nemendur og aðrir gestir! Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. Við það má bæta, að rektor og háskólaráð, sem ber alla ábyrgð á rektorskjörinu, hafa neitað að gera nokkuð til að kynna frambjóðendur fyrir kjósendum, eða samræma þær kynningar sem þó eru haldnar. Meiri er ekki áhugi þessa skóla -- sem ætlar að verða svo öflugur á alþjóðavettvangi -- á því að fá til sín fólk af þessum alþjóðavettvangi, og það er því miður ekki eina þversögnin í tali forystu skólans um hann. Ég lærði í Bandaríkjunum, var í grunnnámi í University of Pennsylvania -- í stærðfræði með heimspeki sem aukagrein -- og lauk svo doktorsnámi í stærðfræði frá MIT. Næstu fimmtán árin starfaði ég við sameiginlega stærðfræðistofnun háskólanna í Gautaborg, síðan í fimm ár í Háskólanum í Reykjavík, en síðustu árin hef ég verið við University of Strathclyde í Glasgow. Ég hef tjáð mig mikið annars staðar um rannsóknamál skólans, þar sem margt er mjög gott en allt of margt í ólestri, og ekkert verið að gera til að laga það. Í dag ætla ég bara að fjalla um kennslumálin. Það er örugglega til mjög góð kennsla í Háskóla Íslands, og ágætis þekking á góðum kennsluháttum, eins og sjá má á handbók skólans fyrir kennara. En þessi þekking er greinilega alls ekki nýtt sums staðar í skólanum, og því verður að breyta. Eitt dæmi um vonda kennsluhætti sem því miður viðgangast of víða er að byggja kennsluna nánast eingöngu á fyrirlestrum, og með skriflegt lokapróf sem eina námsmat, jafnvel próf sem eingöngu er byggt á krossaspurningum. Fáir nemendur munu vinna störf í einangrun, án nettengingar og án aðgangs að gögnum, innan alltof þröngra tímamarka, hvað þá við að svara spurningum sem aðallega snúast um að rifja upp utanbókarlærdóm. Þess vegna eigum við ekki að prófa nemendur í slíkum vinnubrögðum, heldur í því hvernig þeir leysa af hendi raunveruleg verkefni við raunverulegar aðstæður. Það er slík vinna og slíkt námsmat, með tíðri endurgjöf, sem þjálfar nemendur í því sem þeir eiga að ná tökum á. Ég vil sem sagt að við þjálfum nemendur í að leysa verkefni af því tagi sem einkenna hverja námsgrein fyrir sig, og að nemendur hafi til þess aðgang að allri þeirri tækni sem 21. öldin býður upp á, og sem þeir eru flestir mjög færir í að nota. Ég vil að við hvetjum kennara til að gera sem mest af námsefninu aðgengilegt á rafrænu formi, bæði til að það verði ódýrara og úreldist síður, og að það námsefni sem sett er á Ugluna sé aðgengilegt öllum nemendum skólans, en ekki takmarkað við þá sem hafa setið viðkomandi námskeið. Allt annað fer í bága við þær hugmyndir að skólinn eigi að vera nútímalegt þekkingarsamfélag, og opinn fyrir þverfaglegri samvinnu. Ég hef umtalsverða reynslu af því að bæta kennsluhætti, bæði í eigin námskeiðum og í samvinnu við aðra um að endurskipuleggja kennslu á heilum námsbrautum, sem ég gerði í tölvunarfræðináminu við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg. Ég hef einnig reynslu af að byggja upp slíka kennslu frá grunni, sem ég gerði í Háskólanum í Reykjavík, þar sem ég leiddi uppbyggingu BS-náms í stærðfræði, og Meistaranáms í stærðfræði og kennslufræði, fyrir starfandi og verðandi kennara. Í ölllum tilfellum var leiðarljósið að þjálfa nemendur frá fyrsta degi í sjálfstæðum vinnubrögðum við að leysa krefjandi verkefni. Slík vinna krefst mikillar aðstoðar kennara í fyrstu, en hún leiðir fljótt til mikils sjálfstæðis nemenda, og ánægju þeirra með að sjá eigin framfarir. Ég veit að námslánamál brenna á mörgum nemendum háskólans. Það er að vísu ekki á valdi rektors að breyta reglum um námslánin, en ég mun hins vegar sem rektor beita mér af mikilli ákveðni fyrir því að öll kennsla við skólann verði bætt verulega. Kennslan á að vera með þeim hætti að þeir nemendur sem vinna vinnuna sína í náminu fái þess konar aðstoð við það að þeir geti staðið undir kröfunum sem gerðar eru í hverju námskeiði, og uppfylli þannig þau skilyrði sem sett eru fyrir námslánum. Það er aldrei hægt að komast hjá því að sumum nemendum mistakist. Ég leyfi mér hins vegar að halda fram að ef umtalsvert fleiri en 10 prósent falli í námskeiði, þá sé eitthvað að. Það getur verið vegna slakrar ástundunar nemenda, og stundum vegna ónógs undirbúnings úr framhaldsskóla og örugglega þarf í fleiri tilfellum en nú er gert að takmarka inntöku nemenda á þeim forsendum. En hver svo sem er ástæða mikils falls þá er það skylda og hlutverk okkar kennaranna að laga það sem stendur í okkar valdi að laga, svo að þeir nemendur sem vinna vinnuna sína, í samræmi við þá handleiðslu sem við veitum þeim, nái að standa undir kröfunum sem við gerum. Ég get sem sagt ekki lofað því að Lánasjóðurinn muni minnka kröfurnar fyrir námslán, enda er ég ekki að sækja um forstjórastólinn þar, og ég ætla sannarlega ekki að beita mér fyrir því að nám við skólann verði minna krefjandi. Ég lofa hins vegar að sjá til þess að kennslumálin verði tekin föstum tökum, og að forysta skólans muni vinna að því hörðum höndum að gera kennsluna svo góða að þeir nemendur sem teknir eru inn í skólann og vinna vinnuna sína með viðunandi hætti, og með dyggri aðstoð kennara, að þeir muni langflestir ná að uppfylla kröfurnar. Ég hef auðvitað ekki kynnst stjórnsýslu skólans mikið ennþá, en nemendur sem ég hef hitt hafa kvartað yfir hlutum sem hljóma sérkennilega, eins og því að nemendafélögum sé ekki almennt heimilt að nota kennslustofur þegar þær standa auðar. Hvort sem þetta er stórt vandamál eða ekki, og hvort sem nemendur rekast nú á fáa eða marga veggi innan skólans, þá ætla ég að lofa því að verði ég rektor mun ég hamra á því alla daga að stjórnsýslan eigi alltaf að þjóna akademíska starfinu, rannsóknum og kennslu, ekki að hamla því. Ég hef heyrt því haldið fram að einhverjir nemendur hafi áhyggjur af að ég sé ekki nógu mikill jafnréttissinni, og jafnvel að það sé nauðsynlegt að vera femínisti til að fá að vera rektor. Ég hef gagnrýnt margt í málflutningi femínista, enda hef ég gagnrýnt ansi margt í samfélaginu yfirleitt, og opinská gagnrýni er sérstaklega mikilvæg í háskólasamfélagi, því hún er lífsnauðsyn öllu fræðastarfi. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að sums staðar hallar á fólk vegna kynferðis, og tel að við þurfum alltaf að vera að gera eitthvað í því. Ég hef, svo lengi sem ég man eftir mér, barist gegn öllu misrétti, og mun aldrei hætta því, enda er það eitur í háskólastarfi. Misrétti felst í því að mismuna fólki á ómálefnalegum forsendum, og þá skiptir ekki máli hvort það er á grundvelli kyns, kynhneigðar, pólitískra skoðana eða annars sem er óviðkomandi starfinu. Það skiptir til dæmis litlu máli af hverju konu nokkurri var hafnað í dósentsstöðu í tölvunarfræði við þennan skóla fyrir tíu árum eða svo, þótt hún væri augljóslega hæfust umsækjenda á þeim mælikvörðum sem beita átti. Það skiptir ekki máli hvort það var af því að hún var kona, eða af því að hún hafði í frammi óþægilega gagnrýni á akademíska starfið í deildinni, eða af því að hún var kona sem var með óþægilega gagnrýni. Það sem skiptir máli er að henni var hafnað á öðrum forsendum en þeim sem háskólastarf snýst um. Það er svo sérstaklega kaldhæðnislegt að um svipað leyti og Háskóli Íslands gerði sig sekan um þetta misrétti gagnvart konu, misrétti sem hafði á endanum gríðarlega slæmar afleiðingar fyrir akademískt starf hans, hlaut skólinn jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs, fyrir það eitt að kjósa sem rektor konu, sem bar ábyrgð á þessu misrétti. Ég mun sem rektor beita mér af allri þeirri hörku sem nauðsynleg er til að stöðva hvers konar misrétti innan skólans. Að lokum hvet ég ykkur til að kynna ykkur stefnu mína og spyrja spurninga á Facebook-síðu framboðs míns, og einnig til að horfa á myndbandið um öll kosningaloforðin mín, sem þið ættuð auðvitað að bera saman við loforð keppinauta minna. Mín loforð eru miklu flottari og þau má finna á Youtube, í myndbandi sem heitir „Einar Steingrímsson bjargar Háskóla Íslands“. Kærar þakkir fyrir að nenna að hlusta, og megi ykkur ganga allt sem best í lífinu, bæði innan og utan skólans. Myndbandið má einnig sjá hér að neðan. Smella þarf á cc takkann til að fá íslenskan texta.Vísir bauð öllum frambjóðendunum þremur til rektors Háskóla Íslands að birta erindi sín frá kappræðunum á Háskólatorgi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Ágætu nemendur og aðrir gestir! Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. Við það má bæta, að rektor og háskólaráð, sem ber alla ábyrgð á rektorskjörinu, hafa neitað að gera nokkuð til að kynna frambjóðendur fyrir kjósendum, eða samræma þær kynningar sem þó eru haldnar. Meiri er ekki áhugi þessa skóla -- sem ætlar að verða svo öflugur á alþjóðavettvangi -- á því að fá til sín fólk af þessum alþjóðavettvangi, og það er því miður ekki eina þversögnin í tali forystu skólans um hann. Ég lærði í Bandaríkjunum, var í grunnnámi í University of Pennsylvania -- í stærðfræði með heimspeki sem aukagrein -- og lauk svo doktorsnámi í stærðfræði frá MIT. Næstu fimmtán árin starfaði ég við sameiginlega stærðfræðistofnun háskólanna í Gautaborg, síðan í fimm ár í Háskólanum í Reykjavík, en síðustu árin hef ég verið við University of Strathclyde í Glasgow. Ég hef tjáð mig mikið annars staðar um rannsóknamál skólans, þar sem margt er mjög gott en allt of margt í ólestri, og ekkert verið að gera til að laga það. Í dag ætla ég bara að fjalla um kennslumálin. Það er örugglega til mjög góð kennsla í Háskóla Íslands, og ágætis þekking á góðum kennsluháttum, eins og sjá má á handbók skólans fyrir kennara. En þessi þekking er greinilega alls ekki nýtt sums staðar í skólanum, og því verður að breyta. Eitt dæmi um vonda kennsluhætti sem því miður viðgangast of víða er að byggja kennsluna nánast eingöngu á fyrirlestrum, og með skriflegt lokapróf sem eina námsmat, jafnvel próf sem eingöngu er byggt á krossaspurningum. Fáir nemendur munu vinna störf í einangrun, án nettengingar og án aðgangs að gögnum, innan alltof þröngra tímamarka, hvað þá við að svara spurningum sem aðallega snúast um að rifja upp utanbókarlærdóm. Þess vegna eigum við ekki að prófa nemendur í slíkum vinnubrögðum, heldur í því hvernig þeir leysa af hendi raunveruleg verkefni við raunverulegar aðstæður. Það er slík vinna og slíkt námsmat, með tíðri endurgjöf, sem þjálfar nemendur í því sem þeir eiga að ná tökum á. Ég vil sem sagt að við þjálfum nemendur í að leysa verkefni af því tagi sem einkenna hverja námsgrein fyrir sig, og að nemendur hafi til þess aðgang að allri þeirri tækni sem 21. öldin býður upp á, og sem þeir eru flestir mjög færir í að nota. Ég vil að við hvetjum kennara til að gera sem mest af námsefninu aðgengilegt á rafrænu formi, bæði til að það verði ódýrara og úreldist síður, og að það námsefni sem sett er á Ugluna sé aðgengilegt öllum nemendum skólans, en ekki takmarkað við þá sem hafa setið viðkomandi námskeið. Allt annað fer í bága við þær hugmyndir að skólinn eigi að vera nútímalegt þekkingarsamfélag, og opinn fyrir þverfaglegri samvinnu. Ég hef umtalsverða reynslu af því að bæta kennsluhætti, bæði í eigin námskeiðum og í samvinnu við aðra um að endurskipuleggja kennslu á heilum námsbrautum, sem ég gerði í tölvunarfræðináminu við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg. Ég hef einnig reynslu af að byggja upp slíka kennslu frá grunni, sem ég gerði í Háskólanum í Reykjavík, þar sem ég leiddi uppbyggingu BS-náms í stærðfræði, og Meistaranáms í stærðfræði og kennslufræði, fyrir starfandi og verðandi kennara. Í ölllum tilfellum var leiðarljósið að þjálfa nemendur frá fyrsta degi í sjálfstæðum vinnubrögðum við að leysa krefjandi verkefni. Slík vinna krefst mikillar aðstoðar kennara í fyrstu, en hún leiðir fljótt til mikils sjálfstæðis nemenda, og ánægju þeirra með að sjá eigin framfarir. Ég veit að námslánamál brenna á mörgum nemendum háskólans. Það er að vísu ekki á valdi rektors að breyta reglum um námslánin, en ég mun hins vegar sem rektor beita mér af mikilli ákveðni fyrir því að öll kennsla við skólann verði bætt verulega. Kennslan á að vera með þeim hætti að þeir nemendur sem vinna vinnuna sína í náminu fái þess konar aðstoð við það að þeir geti staðið undir kröfunum sem gerðar eru í hverju námskeiði, og uppfylli þannig þau skilyrði sem sett eru fyrir námslánum. Það er aldrei hægt að komast hjá því að sumum nemendum mistakist. Ég leyfi mér hins vegar að halda fram að ef umtalsvert fleiri en 10 prósent falli í námskeiði, þá sé eitthvað að. Það getur verið vegna slakrar ástundunar nemenda, og stundum vegna ónógs undirbúnings úr framhaldsskóla og örugglega þarf í fleiri tilfellum en nú er gert að takmarka inntöku nemenda á þeim forsendum. En hver svo sem er ástæða mikils falls þá er það skylda og hlutverk okkar kennaranna að laga það sem stendur í okkar valdi að laga, svo að þeir nemendur sem vinna vinnuna sína, í samræmi við þá handleiðslu sem við veitum þeim, nái að standa undir kröfunum sem við gerum. Ég get sem sagt ekki lofað því að Lánasjóðurinn muni minnka kröfurnar fyrir námslán, enda er ég ekki að sækja um forstjórastólinn þar, og ég ætla sannarlega ekki að beita mér fyrir því að nám við skólann verði minna krefjandi. Ég lofa hins vegar að sjá til þess að kennslumálin verði tekin föstum tökum, og að forysta skólans muni vinna að því hörðum höndum að gera kennsluna svo góða að þeir nemendur sem teknir eru inn í skólann og vinna vinnuna sína með viðunandi hætti, og með dyggri aðstoð kennara, að þeir muni langflestir ná að uppfylla kröfurnar. Ég hef auðvitað ekki kynnst stjórnsýslu skólans mikið ennþá, en nemendur sem ég hef hitt hafa kvartað yfir hlutum sem hljóma sérkennilega, eins og því að nemendafélögum sé ekki almennt heimilt að nota kennslustofur þegar þær standa auðar. Hvort sem þetta er stórt vandamál eða ekki, og hvort sem nemendur rekast nú á fáa eða marga veggi innan skólans, þá ætla ég að lofa því að verði ég rektor mun ég hamra á því alla daga að stjórnsýslan eigi alltaf að þjóna akademíska starfinu, rannsóknum og kennslu, ekki að hamla því. Ég hef heyrt því haldið fram að einhverjir nemendur hafi áhyggjur af að ég sé ekki nógu mikill jafnréttissinni, og jafnvel að það sé nauðsynlegt að vera femínisti til að fá að vera rektor. Ég hef gagnrýnt margt í málflutningi femínista, enda hef ég gagnrýnt ansi margt í samfélaginu yfirleitt, og opinská gagnrýni er sérstaklega mikilvæg í háskólasamfélagi, því hún er lífsnauðsyn öllu fræðastarfi. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að sums staðar hallar á fólk vegna kynferðis, og tel að við þurfum alltaf að vera að gera eitthvað í því. Ég hef, svo lengi sem ég man eftir mér, barist gegn öllu misrétti, og mun aldrei hætta því, enda er það eitur í háskólastarfi. Misrétti felst í því að mismuna fólki á ómálefnalegum forsendum, og þá skiptir ekki máli hvort það er á grundvelli kyns, kynhneigðar, pólitískra skoðana eða annars sem er óviðkomandi starfinu. Það skiptir til dæmis litlu máli af hverju konu nokkurri var hafnað í dósentsstöðu í tölvunarfræði við þennan skóla fyrir tíu árum eða svo, þótt hún væri augljóslega hæfust umsækjenda á þeim mælikvörðum sem beita átti. Það skiptir ekki máli hvort það var af því að hún var kona, eða af því að hún hafði í frammi óþægilega gagnrýni á akademíska starfið í deildinni, eða af því að hún var kona sem var með óþægilega gagnrýni. Það sem skiptir máli er að henni var hafnað á öðrum forsendum en þeim sem háskólastarf snýst um. Það er svo sérstaklega kaldhæðnislegt að um svipað leyti og Háskóli Íslands gerði sig sekan um þetta misrétti gagnvart konu, misrétti sem hafði á endanum gríðarlega slæmar afleiðingar fyrir akademískt starf hans, hlaut skólinn jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs, fyrir það eitt að kjósa sem rektor konu, sem bar ábyrgð á þessu misrétti. Ég mun sem rektor beita mér af allri þeirri hörku sem nauðsynleg er til að stöðva hvers konar misrétti innan skólans. Að lokum hvet ég ykkur til að kynna ykkur stefnu mína og spyrja spurninga á Facebook-síðu framboðs míns, og einnig til að horfa á myndbandið um öll kosningaloforðin mín, sem þið ættuð auðvitað að bera saman við loforð keppinauta minna. Mín loforð eru miklu flottari og þau má finna á Youtube, í myndbandi sem heitir „Einar Steingrímsson bjargar Háskóla Íslands“. Kærar þakkir fyrir að nenna að hlusta, og megi ykkur ganga allt sem best í lífinu, bæði innan og utan skólans. Myndbandið má einnig sjá hér að neðan. Smella þarf á cc takkann til að fá íslenskan texta.Vísir bauð öllum frambjóðendunum þremur til rektors Háskóla Íslands að birta erindi sín frá kappræðunum á Háskólatorgi í dag.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar