Ólafur: Tel mig eiga jafnmikið erindi í landsliðið og allir aðrir Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 10:15 Ólafur Ólafsson hefur skemmt öllum í Dominos-deildinni í mörg ár. vísir/valli Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, samdi í gær við franska félagið St. Clement sem spilar í D-deildinni í Frakklandi en berst um að komast upp í deildina fyrir ofan. Ólafur hefur spilað allan sinn feril með Grindavík þar sem hann er uppalinn, en hann hlakkar til að flytja til Frakklands. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta lið en ekki séð neinar tölur. Ég er búinn að skoða hvar liðið er. Þetta er á frægum ferðamannastað og þarna rétt hjá er fræg sólarströnd,“ segir Ólafur við vísi. Ólafur fær ekkert sumarfrí frekar en aðrir íslenskir körfuboltamenn. Hann ætlar sér að vera í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Berlín í sumar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland spilar á stórmóti í körfubolta. „Undirbúningurinn hefst í kvöld [gærkvöldi],“ segir Ólafur. „Ég er að fara á æfingu með eldri bróður mínum og svo hefjast lyftingaæfingar í þessum mánuði. Ég ætla að undirbúa mig sem best.“ „Ég kann leikkerfið hjá landsliðinu og svo verður bara gaman ef einhverju nýju verður bætt við. Ég ætla bara að mæta til leiks í sem bestu líkamlegu ástandi.“ Ólafur var í hópnum í síðustu undankeppni en samkeppnin verður mun meiri í sumar. Kristófer Acox mætir til leiks úr bandaríska háskólaboltanum sem og Frank Aron Booker. Þá gæti verið að Jakob Örn Sigurðarson gefi aftur kost á sér. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel mig eiga alveg jafnmikinn möguleika og allir aðrir að komast í þeta landslið. Mitt markmið er að fara á EM og vonandi verð ég líka með á Smáþjóðaleikunum,“ segir Ólafur sem er bara spenntur fyrir viðbótunum við hópinn. „Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá litla Frank. Þetta er í fyrsta skipti sem svona ungur bandarískur Íslendingur kemur í landsliðið. Ef hann getur hjálpað okkur er það bara frábært. Svo vitum við allir hvað Kristófer getur. Hann er algjört skrímsli sem er eflaust ekkert auðvelt að eiga við.“ „Svo má ekki gleyma ungu strákunum hérna heima eins og Degi Kár hjá Stjörnunni og Jóni Axel hjá okkur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar,“ segir Ólafur Ólafsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, samdi í gær við franska félagið St. Clement sem spilar í D-deildinni í Frakklandi en berst um að komast upp í deildina fyrir ofan. Ólafur hefur spilað allan sinn feril með Grindavík þar sem hann er uppalinn, en hann hlakkar til að flytja til Frakklands. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta lið en ekki séð neinar tölur. Ég er búinn að skoða hvar liðið er. Þetta er á frægum ferðamannastað og þarna rétt hjá er fræg sólarströnd,“ segir Ólafur við vísi. Ólafur fær ekkert sumarfrí frekar en aðrir íslenskir körfuboltamenn. Hann ætlar sér að vera í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Berlín í sumar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland spilar á stórmóti í körfubolta. „Undirbúningurinn hefst í kvöld [gærkvöldi],“ segir Ólafur. „Ég er að fara á æfingu með eldri bróður mínum og svo hefjast lyftingaæfingar í þessum mánuði. Ég ætla að undirbúa mig sem best.“ „Ég kann leikkerfið hjá landsliðinu og svo verður bara gaman ef einhverju nýju verður bætt við. Ég ætla bara að mæta til leiks í sem bestu líkamlegu ástandi.“ Ólafur var í hópnum í síðustu undankeppni en samkeppnin verður mun meiri í sumar. Kristófer Acox mætir til leiks úr bandaríska háskólaboltanum sem og Frank Aron Booker. Þá gæti verið að Jakob Örn Sigurðarson gefi aftur kost á sér. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel mig eiga alveg jafnmikinn möguleika og allir aðrir að komast í þeta landslið. Mitt markmið er að fara á EM og vonandi verð ég líka með á Smáþjóðaleikunum,“ segir Ólafur sem er bara spenntur fyrir viðbótunum við hópinn. „Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá litla Frank. Þetta er í fyrsta skipti sem svona ungur bandarískur Íslendingur kemur í landsliðið. Ef hann getur hjálpað okkur er það bara frábært. Svo vitum við allir hvað Kristófer getur. Hann er algjört skrímsli sem er eflaust ekkert auðvelt að eiga við.“ „Svo má ekki gleyma ungu strákunum hérna heima eins og Degi Kár hjá Stjörnunni og Jóni Axel hjá okkur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar,“ segir Ólafur Ólafsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30