Bóndi í Flóahreppi dæmdur fyrir að klippa á girðingu Birgir Olgeirsson skrifar 7. apríl 2015 16:30 Bóndinn var sakaður um að hafa rekið hross inn á landið en ekki þótti lögfull sönnun fyrir því og hann sýknaður af ákærunni. Vísir/Stefán. Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt bónda á sjötugsaldri fyrir að klippa á girðingu nágranna síns í maí árið 2013. Málavextir eru þeir að þann 30. maí árið 2013 óskaði landeigandi í Yrpuholti í Flóahreppi eftir aðstoð lögreglu þar sem búið væri að klippa á girðingu milli jarðanna Yrpuholts og Kolsholts og hleypa Hrossastóði inn á land Yrpuholts. Kvað landeigandinn 3000 plöntur hafa verið gróðursettar í landinu þá um vorið og gætu hrossin skemmt þær. Fór lögreglumaður á vettvang og segir í lögregluskýrslu að þar hafi verið 59 laus hross og sá hann skemmdir á tveimur öspum eftir hross og mátt einnig sjá að landið væri traðkað eftir hross. Búið var að klippa niður eina girðingu og hafði traktor verið ekið í gegnum gatið og önnur girðing rofin með honum. Þá hafði verið opin girðing í landi Kolsholts inn á land Yrpuholts og voru hófför eftir hross þar á milli. Játaði fyrst en neitaði svo Í lögregluskýrslu kom fram að hringt hefði verið í bóndann og hann hefði greint frá deilum sínum við Flóahrepp og kvaðst hann hafa klippt á girðinguna. Hann sagðist hafa þurft að fara inn á landið til að sækja fjaðraherfi, sem er notaður til að róta upp jarðvegi og mylja hann, og einnig hafi hann hleypt hrossunum sínum inn á túnið þar sem hann sagðist eiga það og ætlaði að beita það þar til Flóahreppur hefði gert upp skuld við hann. Bóndinn var siðan yfirheyrður þann 14. janúar 2014 og kvaðst þá aðeins hafa náð í herfi í sinni eigu og ekið á traktor um opnar girðingar, annað hefði hann ekki gert, girðingar þarna hefðu legið niðri. Hann kvað ekki rétt eftir sér haft að hann hefði klippt á girðinguna. Hann kvaðst ekki kannast við þau hross sem verið hefðu í landi Yrpuholts umrætt sinn. Talið sannað að hann hefði klippt á girðinguna Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands varð sú að talið var nægilega sannað að klippt hafi verið á umræddar girðingar og með hliðsjón af framburði vitna, sem bæði báru að bóndinn hefði játað að hafa verið þar að verki, auk framburðar þriðja vitnis sem lýsti hótunum að þessu leytinu, þótti ekki varhugavert að telja sannað að bóndinn hefði klippt á umræddar girðingu eins og honum er gefið að sök. Honum var einnig gefið að sök að hafa rekið búfénað inn á landið með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á skógrækt á jörðinni, en að mati dómsins var ekki færð fram lögfull sönnun fyrir þeim verknaði og var bóndinn því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Ákvörðun um refsingu bóndans var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorði. Nágrannadeilur Flóahreppur Dómsmál Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt bónda á sjötugsaldri fyrir að klippa á girðingu nágranna síns í maí árið 2013. Málavextir eru þeir að þann 30. maí árið 2013 óskaði landeigandi í Yrpuholti í Flóahreppi eftir aðstoð lögreglu þar sem búið væri að klippa á girðingu milli jarðanna Yrpuholts og Kolsholts og hleypa Hrossastóði inn á land Yrpuholts. Kvað landeigandinn 3000 plöntur hafa verið gróðursettar í landinu þá um vorið og gætu hrossin skemmt þær. Fór lögreglumaður á vettvang og segir í lögregluskýrslu að þar hafi verið 59 laus hross og sá hann skemmdir á tveimur öspum eftir hross og mátt einnig sjá að landið væri traðkað eftir hross. Búið var að klippa niður eina girðingu og hafði traktor verið ekið í gegnum gatið og önnur girðing rofin með honum. Þá hafði verið opin girðing í landi Kolsholts inn á land Yrpuholts og voru hófför eftir hross þar á milli. Játaði fyrst en neitaði svo Í lögregluskýrslu kom fram að hringt hefði verið í bóndann og hann hefði greint frá deilum sínum við Flóahrepp og kvaðst hann hafa klippt á girðinguna. Hann sagðist hafa þurft að fara inn á landið til að sækja fjaðraherfi, sem er notaður til að róta upp jarðvegi og mylja hann, og einnig hafi hann hleypt hrossunum sínum inn á túnið þar sem hann sagðist eiga það og ætlaði að beita það þar til Flóahreppur hefði gert upp skuld við hann. Bóndinn var siðan yfirheyrður þann 14. janúar 2014 og kvaðst þá aðeins hafa náð í herfi í sinni eigu og ekið á traktor um opnar girðingar, annað hefði hann ekki gert, girðingar þarna hefðu legið niðri. Hann kvað ekki rétt eftir sér haft að hann hefði klippt á girðinguna. Hann kvaðst ekki kannast við þau hross sem verið hefðu í landi Yrpuholts umrætt sinn. Talið sannað að hann hefði klippt á girðinguna Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands varð sú að talið var nægilega sannað að klippt hafi verið á umræddar girðingar og með hliðsjón af framburði vitna, sem bæði báru að bóndinn hefði játað að hafa verið þar að verki, auk framburðar þriðja vitnis sem lýsti hótunum að þessu leytinu, þótti ekki varhugavert að telja sannað að bóndinn hefði klippt á umræddar girðingu eins og honum er gefið að sök. Honum var einnig gefið að sök að hafa rekið búfénað inn á landið með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á skógrækt á jörðinni, en að mati dómsins var ekki færð fram lögfull sönnun fyrir þeim verknaði og var bóndinn því sýknaður af þeim lið ákærunnar. Ákvörðun um refsingu bóndans var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorði.
Nágrannadeilur Flóahreppur Dómsmál Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06