Innlent

Fjölgar í PEGIDA á Íslandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Yfir þrjú þúsund hafa látið sér líka við PEGIDA á Íslandi.
Yfir þrjú þúsund hafa látið sér líka við PEGIDA á Íslandi.
Um þrjú þúsund hafa látið sér líka við íslenska hluta PEGIDA hreyfingarinnar á Facebook. Samtökin komu til Íslands um miðjan janúar en þá var stofnuð síða í nafni þeirra á íslensku.

Sjá einnig: Hvað er PEGIDA?

Strax 16. janúar voru um 1.200 einstaklingar búnir að láta sér líka við síðu samtakanna en þeim hefur fjölgað talsvert á síðustu mánuðum. Fleiri en 3.000 líkar við síðuna í dag.

PEGIDA hreyfingin er uppruninn í Þýskalandi þar sem athyglinni hefur fyrst og fremst verið beint að innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi en markmið hópsins snýr að allri Evrópu.


Tengdar fréttir

Hvað er PEGIDA?

Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×