Bjarni sagði Birgittu vera í sömu stöðu og aðrir þingmenn og vildi meina að málafjöldinn væri lítill á Alþingi borið saman við önnur þing . Þá sagði hann Birgittu hafa tekið afstöðu á þingi, ýmist með Vinstri grænum, Borgarahreyfingunni, Hreyfingunni og Pírötum.
„Svo leiðréttir hann atkvæðið og allir fylgja. Sérlega skemmtilegt er þegar Bjarni kýs með máli, heldur svo að hann hafi kosið vitlaust og fer af græna á rauða takkann, bara til að átta sig á því því að hann átti að vera á græna og að allir stjórnarþingmennirnir fylgdu með svo atkvæðataflan lítur út eins og blikkandi jólaljós, rauð og græn, sönn saga af Alþingi,“ skrifar Jón Þór.