Formúla 1

Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Paddy Lowe, vill meina að Mercedes muni ná mikilvægum framförum fyrir kínverska kappaksturinn.
Paddy Lowe, vill meina að Mercedes muni ná mikilvægum framförum fyrir kínverska kappaksturinn. Vísir/Getty
Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari.

Tæknistjóri Mercedes, Paddy Lowe segir að liðið sé búið að greina hvað fór úrskeiðis. Niðurstöður greininganna eru að mikill brautarhiti hafi leitt til lélegrar nýtingar á dekkjunum. Ending og frammistaða dekkjanna var verri en hjá Ferrari.

Mercedes ætlar að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Liðið vinnur nú hörðum höndum að uppfærslum sem eiga að laga dekkjaslitið. Þessar uppfærslur hafa verið færðar framar í röðina. Þeirra var ekki að vænta strax en Mercedes vill nú fá þær í gagnið ekki seinna en strax.

„Einstaklega hár brautarhiti - meira að segja fyrir Malasíu - átti stóran þátt í þessu mikla dekkjasliti,“ sagði Lowe.

Tæknistjórinn telur að Ferrari verði ekki eins öflugt í Kína vegna þess hvernig brautin er. Hann viðurkennir þó að hugsanlega mun barátta liðanna endast út tímabilið.

„Kína býður upp á allt öðruvísi áskoranir. Hitastigið getur breyst á milli ára en er almennt frekar lágt,“ sagði Lowe.

„Það reynir meira á framdekkin - öfugt við Sepang (í Malasíu) - með góðri blöndu af beygjum og löngum beinum köflum, það verður því áhugavert að sjá hvernig bílarnir munu standa sig á enn annarri brautartýpunni á þessu tímabili,“ bætti Lowe við.

„Það er nú skýrara en áður að alvöru barátta er hafinn um heimsmeistaratitilinn, svo við verðum að halda áfram að vinna á fullu í frammistöðubætandi uppfærslum,“ sagði Lowe að lokum.


Tengdar fréttir

Permane: Lotus er enn að finna sig

Lotus er "enn að komast á fæturna svona snemma á tímabilinu,“ samkvæmt Alan Permane, yfirverkfræðing liðsins.

Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu

Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×