Rosenborg fer vel af stað í norsku úrvalsdeildinni en liðið rúllaði yfir Álasund í fyrstu umferðinni í dag, 5-0. Alexander Söderlund, fyrrverandi leikmaður FH, skoraði tvö marka Rosenborg.
Hólmar Örn Eyjólfsson byrjaði á varamannabekknum hjá Rosenborg en kom inn á sem varamaður eftir 64 mínútur.
Daníel Leó Grétarsson, 19 ára Grindvíkingur, lék allan leikinn fyrir Álasund í stöðu vinstri bakvarðar. Aron Elís Þrándarson var ekki með í leiknum í dag vegna meiðsla.
Fyrr í dag unnu nýliðar Mjondalen Íslendingaliðið Tromsö, 1-0.
Úrslit dagsins:
Mjondalen 1-0 Viking
Rosenborg 5-0 Álasund
Sendefjord 3-1 Bodo/Glimt
Stabæk 1-1 Haugesund
Tromsö 0-1 Sarpsborg
Stórsigur Rosenborg á Álasund

Tengdar fréttir

Nýliðarnir skelltu Viking
Opnunarleikur norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag þar sem Íslendingaliðið Viking sótti Mjondalen heim.