„Hún er í sömu stöðu og aðrir þingmenn og málafjöldinn er lítill á Alþingi borið saman við önnur þing,“ segir Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni. „Það eru auk þess ómöguleg rök að segja þetta litlu hafa skipt.“
Bjarni nefnir auk þess nokkur mál þar sem Birgitta hefur tekið afstöðu á þingi, ýmist með Vinstri grænum, Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar og Pírötum. Hann segir það ekki hafa þvælst fyrir henni og hennar flokksmönnum að „taka afstöðu þegar það þykir henta.“
„Það var slæmt til dæmis þegar hún studdi frávísun á tillögu mína um að afturkalla ákæruna á Geir H. Haarde (og lenti í minnihluta),“ skrifar Bjarni. „Hún hefði líka mátt styðja skattalækkanirnar 2013 í stað þessa að sitja hjá.
Og það var gott hjá henni að styðja vantrauststillögu mína á vinstri stjórnina 2013. Eftir atkvæðagreiðsluna sættum við okkur við að meirihlutinn réð. Að uppistöðu fólkið sem hún vill mynda kosningabandalag með núna.“
Birgitta Jónsdóttir ætti ekki að taka skjól í þingsköpum eða starfsháttum þingsins til að skýra almenna hjásetu sína. H...
Posted by Bjarni Benediktsson on Monday, 6 April 2015