Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2015 19:03 Um fátt er meira rætt meðal íslenskra körfuboltaáhugamanna en meiðsli Pavels Ermolinskij, leikstjórnanda Íslandsmeistara KR. Pavel meiddist í 4. leikhluta í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar 21. febrúar síðastliðinn og hefur verið frá keppni síðan þá, ef frá taldir eru fyrstu tveir leikirnir í einvíginu gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pavel spilaði ekkert í þriðja leiknum gegn Grindavík en það kom ekki að sök því Íslandsmeistararnir sópuðu þeim gulklæddu úr keppni, 3-0. Annað suðurnesjalið, Njarðvík, bíður KR-inga í undanúrslitunum en fyrsti leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni annað kvöld. Pavel segir að hann muni ekki spila þann leik né næstu leiki. „Ég verð ekki með í fyrstu leikjunum. Það er misjafnt milli daga hvernig mér líður,“ sagði Pavel í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Gaupi tók hús á honum í Kjöt & Fisk, sælkerabúð sem Pavel rekur ásamt félaga sínum í íslenska landsliðinu, Jóni Arnóri Stefánssyni. „Við ætlum ekki að taka neina áhættur. Strákarnir stóðu sig vel gegn Grindavík og fóru taplausir í gegnum þá seríu án mín, þannig að þeir ættu að geta séð um þessa seríu líka,“ sagði Pavel ennfremur en hann var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í vetur og endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Pavel segist hafa farið of snemma af stað eftir meiðslin. „Ég fór kannski of snemma af stað eftir þetta og tók tvö skref aftur þegar ég meiddist aftur á móti Grindavík. Ég var full fljótur á mér en maður vill auðvitað taka þátt og vera með,“ sagði leikstjórnandinn en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Um fátt er meira rætt meðal íslenskra körfuboltaáhugamanna en meiðsli Pavels Ermolinskij, leikstjórnanda Íslandsmeistara KR. Pavel meiddist í 4. leikhluta í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar 21. febrúar síðastliðinn og hefur verið frá keppni síðan þá, ef frá taldir eru fyrstu tveir leikirnir í einvíginu gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pavel spilaði ekkert í þriðja leiknum gegn Grindavík en það kom ekki að sök því Íslandsmeistararnir sópuðu þeim gulklæddu úr keppni, 3-0. Annað suðurnesjalið, Njarðvík, bíður KR-inga í undanúrslitunum en fyrsti leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni annað kvöld. Pavel segir að hann muni ekki spila þann leik né næstu leiki. „Ég verð ekki með í fyrstu leikjunum. Það er misjafnt milli daga hvernig mér líður,“ sagði Pavel í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Gaupi tók hús á honum í Kjöt & Fisk, sælkerabúð sem Pavel rekur ásamt félaga sínum í íslenska landsliðinu, Jóni Arnóri Stefánssyni. „Við ætlum ekki að taka neina áhættur. Strákarnir stóðu sig vel gegn Grindavík og fóru taplausir í gegnum þá seríu án mín, þannig að þeir ættu að geta séð um þessa seríu líka,“ sagði Pavel ennfremur en hann var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í vetur og endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Pavel segist hafa farið of snemma af stað eftir meiðslin. „Ég fór kannski of snemma af stað eftir þetta og tók tvö skref aftur þegar ég meiddist aftur á móti Grindavík. Ég var full fljótur á mér en maður vill auðvitað taka þátt og vera með,“ sagði leikstjórnandinn en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira