Erlent

Einn árásarmannanna var frá Kenía

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Einn árásarmannanna í Kenía, sem réðust á Garissa háskólann og myrtu 148 nemendur, var sonur háttsetts embættismanns í Kenía. Faðir Abdirahim Mohammed Abdullahi hafði tilkynnt í fyrra að sonur sinn væri týndur og óttaðist hann að Abdullahi hefði farið til Sómalíu.

Allir árásarmennirnir fjórir voru skotnir til bana af öryggissveitum.

Samkvæmt AP fréttaveitunni útskrifaðist Abdullahi sem lögfræðingur árið 2013 og þótt hann einstaklega efnilegur. Al-Shabab hryðjuverkasamtökin hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu og segja það hafa verið gert til að hefna fyrir að yfirvöld í Kenía hafi sent hermenn til Sómalíu. Þar taka þeir þátt í baráttunni gegn al-Shabab.

Þá eru foreldrar í Kenía hvattir til að tilkynna yfirvöldum hverfi börn þeirra með þessum hætti eða sýni ofbeldisfulla hegðun. 


Tengdar fréttir

Þjóðarsorg í Kenía

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir vegna fjöldamorðanna þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab myrtu hundrað fjörutíu og átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×