Erlent

Mun mæta al-Shabab af fullum þunga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Uhuru Kenyatta, forseti Kenía.
Uhuru Kenyatta, forseti Kenía. vísir/afp
Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, sagðist í ávarpi sínu í dag heita því að mæta liðsmönnum al-Shabab af fullum þunga. Árásir þeirra væru brot gegn mannkyninu og lofaði því að grípa til allra ráðstafana. Hann kallaði jafnframt eftir samvinnu og stuðningi frá fólkinu í landinu.

Þá lýsti Kenyatta yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu vegna atburðanna í borginni Garissa á fimmtudag þegar liðsmenn samtakanna al-Shabab myrtu tæplega 150 manns. Margir óttast þó að þetta sé aðeins upphafið á árásarhrinu samtakanna, því þau hafa lýst yfir stríði gegn landinu.

Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá því að al-Kaída samtökin sprengdu bandaríska sendiráðið árið 1998 í Naíróbí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×