Enski boltinn

Kom skotið úr Breiðholtinu? | Sjáðu mark ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Charlie Adam skoraði eitt ótrúlegasta mark sem sögur fara af þegar Stoke tapaði 2-1 fyrir Chelsea á Stamford Bridge í dag.

Á 44. mínútu, í stöðunni 1-0 fyrir Chelsea, unnu leikmenn Stoke boltann á eigin vallarhelmingi. Stephen Ireland sendi boltann fram völlinn á Jonathan Walters sem lagði hann til baka á Adam, nokkrum metrum fyrir aftan miðjubogann.

Adam tók tvær snertingar, leit upp, sá að Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, stóð of framarlega og lét síðan skotið ríða af. Það fór í boga yfir Courtois sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð.

Markið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en Tómas Þór Þórðarson, sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2, trúði vart sínum eigin augum þegar hann sá markið.

„Hvaðan skaut Adam? Kom skotið úr Breiðholtinu?“ kallaði Tómas en markið í frábærri lýsingu hans má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×