Þingflokksformanni Framsóknar líst vel á hugmyndir um tilfærslu starfa Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 14:18 Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30