Erlent

Liðsmenn al-Shabab þekktu háskólasvæðið vel

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Árásin er sú mannskæðasta sem al-Shabab hefur gert.
Árásin er sú mannskæðasta sem al-Shabab hefur gert. Vísir/EPA
Þeir sem lifðu af árás al-Shabab á háskólasvæði í Garissa í Kenía segja að árásarmennirnir hafi þekkt svæðið vel. Hafi þeir ráðist á svæði þar sem kristnir nemendur voru vanir að koma saman til að biðja. 147 dóu í árásinni sem gerð var á fimmtudag.

Árásin er sú mannskæðasta sem al-Shabab hefur gert en áður hafa hryðjuverkasamtökin myrt sextíu og sjö í Westgate-verslunarmiðstöðinni í Naíróbí. Samtökin hafa lýst yfir stríði gegn landinu vegna þess að herlið Kenía hefur tekið þátt í aðgerðum Afríkubandalagsins gegn systursamtökum í Sómalíu.

Vísir sagði frá því í morgun að fjölmiðla í Kenía fullyrða að þarlend lögregluyfirvöld hafi haft vitneskju um yfirvofandi árás al-Shabab. Aðeins tveir öryggisverðir voru hins vegar að störfum á háskólasvæðinu þegar árásin var gerð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×