Tiger spilar á Masters Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2015 19:55 Tiger í eldlínunni. vísir/getty Tiger Woods hefur gefið út að hann muni spila á Masters-mótinu í golfi í næstu viku. Tiger hefur unnið mótið fjórum sinnum, en hann hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Tiger datt í fyrsta skipti í tuttugu ár útaf topp 100 listanum í vikunni, en hann var mættur á Augusta völlinn á þriðjudag til að undirbúa sig undir mótið. Hann spilaði æfingarhring á 74 höggum. „Ég mun spila á Masters. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig og mig langar að vera þar,” sagði Tiger og bætti við: „Ég hef unnið að því að bæta minn leik og ég er spenntur fyrir keppninni. Ég kann að meta allan stuðning sem ég fæ.” Woods hefur ekki spilað síðan í febrúar þegar hann hætti eftir ellefu holur. Eftir mótið gaf hann út að hann myndi taka sér smá frí frá golfi, en ekki var það lengra en það að Tiger mun spila á Masters sem fram fer í næstu viku. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur gefið út að hann muni spila á Masters-mótinu í golfi í næstu viku. Tiger hefur unnið mótið fjórum sinnum, en hann hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári. Tiger datt í fyrsta skipti í tuttugu ár útaf topp 100 listanum í vikunni, en hann var mættur á Augusta völlinn á þriðjudag til að undirbúa sig undir mótið. Hann spilaði æfingarhring á 74 höggum. „Ég mun spila á Masters. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig og mig langar að vera þar,” sagði Tiger og bætti við: „Ég hef unnið að því að bæta minn leik og ég er spenntur fyrir keppninni. Ég kann að meta allan stuðning sem ég fæ.” Woods hefur ekki spilað síðan í febrúar þegar hann hætti eftir ellefu holur. Eftir mótið gaf hann út að hann myndi taka sér smá frí frá golfi, en ekki var það lengra en það að Tiger mun spila á Masters sem fram fer í næstu viku. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira