Enski boltinn

Hafnaði Milik Arsenal, Everton og Liverpool fyrir Ajax?

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Arek Milik, er genginn í raðir Ajax frá Bayern Leverkusen, en vistaskiptin voru staðfest í fyrradag. Sagan segir að nokkur lið á Englandi hafi verið áhugasöm um kappann, en hann hafi ákveðið að velja Ajax fram yfir þau.

Milik hefur verið í láni hjá Ajax á öllu tímabilinu, en hefur nú gengið í raðir hollenska risans fyrir 2.5 milljónir punda. Pólski framherjinn, sem hefur kallaður hinn nýi Robert Lewandowski, hefur verið í fínu formi á tímabilinu. Hann hefur skorað 23 mörk í 33 leikjum.

Arsenal, Liverpool og Everton voru öll sögð áhugasöm um kappann, en hann ákvað á endanum að ganga í raðir Ajax. Hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Ajax, en hann verður þar samherji Kolbeins Sigþórssonar. Líkur eru þó á því að Kolbeinn yfirgefi Ajax í sumar.

Milik er uppalinn í Rozwój Katowice, en hann hefur einnig leikið með Górnik Zabrze, Bayer Leverkusen og svo var hann lánaður til Augsburg tímabilið 2013-2014. Tölfræði hans fyrir A-landslið Póllands er góð; fimmtán leikir og sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×