Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Linda Blöndal skrifar 2. apríl 2015 20:30 Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið. Alþingi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið.
Alþingi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira