Kjartan Henry Finnbogason tryggði AC Horsens afar góðan 1-0 sigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Markalaust var í hálfleik, en Horsens fékk svo vítaspyrnu eftir 74. mínútna leik. Lasse Fosgaard, leikmanni Lyngby, var einnig hent í sturtu fyrir brotið. Kjartan steig á punktinn og skoraði.
Horsens er í fimmta sætinu eftir sigurinn, en sigurinn var góður fyrir það leyti að Lyngby var fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar.
Kjartan Henry hetja Horsens
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

