Hér á nýbygging Alþingis að rísa Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2015 22:00 Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira