Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri 27-30 | Liðin mætast í 8-liða úrslitum Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2015 18:45 Vísir/Valli Akureyri vann fínan sigur á ÍR, 30-27, í lokaumferð Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Austurberginu. Akureyri endar í sjötta sæti í deildarkeppninni og mætir liðið því einmitt ÍR í átta liða úrslitunum. Arnar Birkir Hálfdánsson fór mikinn í liði ÍR í kvöld og gerði hann níu mörk. Þeir Brynjar Hólm Grétarsson og Halldór Logi Árnason voru með sex mörk fyrir Akureyringa. ÍR-ingar héldu þriðja sætinu þar sem FH-ingar töpuðu fyrir ÍBV í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að vera með eins marks forskot. Á tímabili var sóknarleikur Akureyringa nokkuð tilviljunarkenndur en liðið tókst þó að ná tökum á honum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 6-6. Á þeim tímapunkti fóru gestirnir frá Akureyri að spila vel. Ingimundur Ingimundarson var að reynast ÍR-ingum í vörninni erfiður og skoraði skyttan nokkur falleg mörk. ÍR-ingar voru oft á tíðum kærulausir í sínum aðgerðum og hentu stundum boltanum einfaldlega útaf vellinum. Akureyri komst í 11-8 og þá tóku þjálfarar ÍR-inga leikhlé. Akureyringar voru mun betri út hálfleikinn og leikhléið gerði lítið sem ekkert fyrir ÍR-ingana. Staðan í hálfleik var 16-11 fyrir drengina frá Akureyri og útlitið dökkt fyrir ÍR-inga. Davíð Georgsson fór hamförum í upphafi síðari hálfleiksins fyrir ÍR-inga og gerði þrjú fyrstu mörk liðsins í hálfleiknum. ÍR-ingar voru snöggir að minnka muninn niður í þrjú mörk, 16-19 og leikurinn galopinn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður munaði aðeins einu marki. ÍR-ingurinn Arnar Birkir Hálfdánarson fór á kostum á tímabili í síðari hálfleik. Mikil orka fór í það að vinna sig aftur inn í leikinn hjá ÍR-ingum sem varð þess valdandi að Akureyri náði aftur tökum á leiknum og vann liðið að lokum þægilegan sigur 30-27. Heimir: Þetta verður hörku einvígi„Það vantaði alveg helling í þetta ÍR-lið í kvöld og það hefði þótt frekar lélegt ef við hefðum ekki klárað þennan leik,“ segir Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar. „Þetta var í raun bara ágætur leikur, kannski á 80 prósent hraða. Úrslitakeppnin leggst vel í okkur. Maður er aðeins að kynnast þessu núna, þrír leikir á sjö dögum. Við þurfum að hvíla okkur vel um helgina en það er gaman að fara aftur í úrslitakeppni.“ Heimir segir að hart verði barist í einvíginu milli ÍR og Akureyrar. „Þetta er frábært lið og hrikalega skemmtilegir handboltamenn í ÍR. Þetta verður hörku handbolti. Við þurfum að vera hrikalega skynsamir í sókn, þeir eru gríðarlega fljótir fram og síðan þurfum við að sýna okkar fínu vörn, þá getum við farið áfram.“ Bjarni: Ég hlakka mikið til„Það var kafli í fyrri hálfleik þar sem við settum hökuna niður í bringu og það kostaði okkur mikið,“ sagði Bjarni Fritzson, annar þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þá náðu þeir upp góðu forskoti sem var erfitt að glíma við. Við náðum að minnka muninn niður í eitt mark í síðari hálfleik en komumst aldrei nær. Ég var samt ánægður með margt hjá okkur í kvöld.“ Bjarni segir að liðið hafi gefið allt í leikinn í kvöld og sýnt mikla baráttu. „Við gefumst aldrei upp og sérstaklega á heimavelli, þar þurfa öll lið að hafa fyrir hlutunum. Ég hlakka mjög mikið til einvígisins gegn Akureyri. Þetta verður fjör og hörku barátta. Leikirnir verða bara 50/50 leikir og bara hörku fjör.“ Olís-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Akureyri vann fínan sigur á ÍR, 30-27, í lokaumferð Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Austurberginu. Akureyri endar í sjötta sæti í deildarkeppninni og mætir liðið því einmitt ÍR í átta liða úrslitunum. Arnar Birkir Hálfdánsson fór mikinn í liði ÍR í kvöld og gerði hann níu mörk. Þeir Brynjar Hólm Grétarsson og Halldór Logi Árnason voru með sex mörk fyrir Akureyringa. ÍR-ingar héldu þriðja sætinu þar sem FH-ingar töpuðu fyrir ÍBV í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að vera með eins marks forskot. Á tímabili var sóknarleikur Akureyringa nokkuð tilviljunarkenndur en liðið tókst þó að ná tökum á honum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 6-6. Á þeim tímapunkti fóru gestirnir frá Akureyri að spila vel. Ingimundur Ingimundarson var að reynast ÍR-ingum í vörninni erfiður og skoraði skyttan nokkur falleg mörk. ÍR-ingar voru oft á tíðum kærulausir í sínum aðgerðum og hentu stundum boltanum einfaldlega útaf vellinum. Akureyri komst í 11-8 og þá tóku þjálfarar ÍR-inga leikhlé. Akureyringar voru mun betri út hálfleikinn og leikhléið gerði lítið sem ekkert fyrir ÍR-ingana. Staðan í hálfleik var 16-11 fyrir drengina frá Akureyri og útlitið dökkt fyrir ÍR-inga. Davíð Georgsson fór hamförum í upphafi síðari hálfleiksins fyrir ÍR-inga og gerði þrjú fyrstu mörk liðsins í hálfleiknum. ÍR-ingar voru snöggir að minnka muninn niður í þrjú mörk, 16-19 og leikurinn galopinn. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður munaði aðeins einu marki. ÍR-ingurinn Arnar Birkir Hálfdánarson fór á kostum á tímabili í síðari hálfleik. Mikil orka fór í það að vinna sig aftur inn í leikinn hjá ÍR-ingum sem varð þess valdandi að Akureyri náði aftur tökum á leiknum og vann liðið að lokum þægilegan sigur 30-27. Heimir: Þetta verður hörku einvígi„Það vantaði alveg helling í þetta ÍR-lið í kvöld og það hefði þótt frekar lélegt ef við hefðum ekki klárað þennan leik,“ segir Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar. „Þetta var í raun bara ágætur leikur, kannski á 80 prósent hraða. Úrslitakeppnin leggst vel í okkur. Maður er aðeins að kynnast þessu núna, þrír leikir á sjö dögum. Við þurfum að hvíla okkur vel um helgina en það er gaman að fara aftur í úrslitakeppni.“ Heimir segir að hart verði barist í einvíginu milli ÍR og Akureyrar. „Þetta er frábært lið og hrikalega skemmtilegir handboltamenn í ÍR. Þetta verður hörku handbolti. Við þurfum að vera hrikalega skynsamir í sókn, þeir eru gríðarlega fljótir fram og síðan þurfum við að sýna okkar fínu vörn, þá getum við farið áfram.“ Bjarni: Ég hlakka mikið til„Það var kafli í fyrri hálfleik þar sem við settum hökuna niður í bringu og það kostaði okkur mikið,“ sagði Bjarni Fritzson, annar þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þá náðu þeir upp góðu forskoti sem var erfitt að glíma við. Við náðum að minnka muninn niður í eitt mark í síðari hálfleik en komumst aldrei nær. Ég var samt ánægður með margt hjá okkur í kvöld.“ Bjarni segir að liðið hafi gefið allt í leikinn í kvöld og sýnt mikla baráttu. „Við gefumst aldrei upp og sérstaklega á heimavelli, þar þurfa öll lið að hafa fyrir hlutunum. Ég hlakka mjög mikið til einvígisins gegn Akureyri. Þetta verður fjör og hörku barátta. Leikirnir verða bara 50/50 leikir og bara hörku fjör.“
Olís-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira