Kælimeðferð hefur aukið lífslíkur um ríflega helming Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2015 18:30 Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira