Fótbolti

Katrín skoraði og Guðbjörg hélt hreinu | Íslendingaliðin á siglingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín skoraði fyrir Klepp í dag.
Katrín skoraði fyrir Klepp í dag. vísir/daníel
Íslendingaliðin Klepp og Lilleström eru á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en bæði lið unnu sína leiki í dag.

Klepp vann góðan sigur á Trondheims Ørn á heimavelli. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrra markið fyrir Klepp, en Gry Tofte Ims bætti við marki af vítapunktinum í síðari hálfleik.

FH-ingurinn Jón Páll Pálmason er þjálfari Klepp, en þær hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína. Þær enduðu fyrir neðan miðja deild í fyrra.

Norsku meistararnir í LSK Lilleström unnu 1-0 sigur á Medikila. Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð allan tímann í marki LSK, en þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðbjörg heldur hreinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×