Stórlið Rosenborg tapaði stigum á heimavelli í dag gegn Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en lokatölur urðu 1-1 jafntefli.
Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Rosenborg, en þeir komust eftir sex mínútna leik. Þar var að verki Tobias P. Mikkelsen.
Þannig stóðu leikar í hálfleik, en eftir 79. mínútna leik jafnaði Peter Kovacs metin. Leikurinn lauk með jafntefli, 1-1.
Þetta var fyrsta markið sem Rosenborg fékk á sig, en þeir höfðu skorað ellefu mörk í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Óvænt úrslit því í dag, en þeir eru á toppnum með sjö stig.
Hólmari og félögum tókst ekki að halda hreinu þriðja leikinn í röð
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn